Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Almenn skráning

Ingibjörg Reykjalín Ragnarsdóttir

Hleypur fyrir Minningarsjóður Jennýjar Lilju

Samtals Safnað

24.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Ég ætla að hlaupa fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju en í ár ætlar hann að safna fyrir Corplus 1 hjartastuðtæki og Monitor fyrir Björgunarsveitin Kára í Öræfum, sem er að byggja upp vettvangshóp í Öræfunum. Þessi hópur er fyrsta viðbragð fyrir allt of stórt svæði, á þessu svæði hafa orðið mörg alveg bílslys og slys á undanförnum árum og liðsmenn Kára verið fyrstir á vettvang. Því er mikivægt að þau séu góðum tækjum búin til að hjálpa þeim við að hjálpa okkur.

Áheiti ykkar hjálpar við uppbyggingu þessa mikilvæga hóps í Öræfunum.

Minningarsjóður Jennýjar Lilju

Þann 24 október 2015 lést Jenný Lilja af slysförum aðeins 3 ára gömul. Fjölskylda Jennýjar Lilju stofnuðu minningarsjóð í minningu hennar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, vinahópa/vinnufélaga til að sækja sér fræðslu og einnig viðbragðsaðila til tækjakaupa. 🚨 Styðjum Björgunarsveitina Kára í Öræfasveit! 🏃‍♀️❤️ Í ár tekur Minningarsjóður Jennýjar Lilju þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Markmiðið í ár er að styrkja Björgunarsveitina Kára sem er staðsett í Öræfasveit. Innan sveitarinnar er starfandi vettvangsliðahópur sem sinnir útköllum eins og slysum og bráðum veikindum. Öræfin eru afskekkt svæði og langt er í næstu starfstöðvar sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu (sjúkraflutningar og heilsugæsla) sem eru á Kirkjubæjarklaustri og Höfn en þar á milli eru 201 km. Öræfin eru mitt á milli þessara þéttbýliskjarna og fer um þetta svæði mikill fjöldi ferðamanna. Minningarsjóður Jennýjar Lilju mun safna áheitum fyrir – hjartastuðtæki og monitor (Corplus 1) sem er nauðsynlegt tæki sem getur bjargað mannslífum þegar sekúndurnar skipta máli. 🌄 Allir eru velkomnir að hlaupa fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju og styðja þannig uppbyggingu vettvangshóps Björgunarsveitarinnar Kára. 💙 Með þínum stuðningi hjálpar þú til við að bjarga lífum. 👉

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Hanna sys
Upphæð5.000 kr.
Hleyp með þér í huganum!
Urður Skúladóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Svanhildur
Upphæð2.000 kr.
Áfram þú!
Helga Jóna
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Dagný sys
Upphæð5.000 kr.
<3
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade
  • Holdur Car Rental Iceland