Hlauparar
Ég ætla, ásamt mínum frábæru vinnufélögum hjá Helix Health, að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Mía Magic sem er góðgerðarfélag og einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur, eins og:
"Mía fer í blóðprufu" - "Mía fær lyfjabrunn"
- "Við getum verið hugrökk - þótt við séum hrædd" er slagorð Míu Magic -
En með því að fræða börn með fræðslubókum Míu, hjálpum við þeim að komast í gegnum erfiðar raunir og það finnst mér fallegt.
Mia Magic
Mia Magic er góðgerðarfélag sem stofnað var 1. febrúar 2021. Mia Magic einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur, bókin Mía fær lyfjabrunn og Mía fer í tívolí, eftir þær Þórunni Evu og Bergrúnu Írisi hafa slegið í gegn og er á döfinni að gefa út fleiri bækur. Komdu í hlaupahópinn okkar ef þú ætlar að hlaupa fyrir Mia Magic! https://www.facebook.com/groups/707578163810779
Nýir styrkir