Afhending gagna

Afhending gagna fyrir Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram í Laugardalshöll. Þar fá allir þátttakendur afhend hlaupagögn og hægt er að kynna sér betur hlaupaleiðir og aðra þjónustu. Samhliða afhendingu gagna verður stórsýningin Fit&Run. Boðið verður upp á hlaupatengda fræðslu og íþróttavörur verða til sölu.

Opnunartímar

19. ágúst, fimmtudagur kl. 15:00 - 20:00

20. ágúst, föstudagur kl. 14:00 - 19:00

Mjög gott aðgengi er að húsinu og nóg af bílastæðum. Við Laugardalshöll eru 420 bílastæði og í næsta nágrenni þ.e. við Skautahöllina eru 220 stæði. Einnig eru 600 stæði við Laugardalsvöll sem er stutt frá auk þess sem margir strætisvagnar stoppa í nágrenninu.

Gengið er inn um inngang A í Laugardalshöll og fer afhending hlaupagagna fram í frjálsíþróttahúsinu.

Skráningargögn

Í skráningargögnum má m.a. finna hlaupanúmer sem allir þátttakendur þurfa að festa framan á sig og frímiða í eina af sundlaugum Reykjavíkur á hlaupdag eða daginn eftir hlaup. Tímatökuflagan er innbyggð í hlaupanúmerinu í ár og því þurfa þátttakendur í tímatökuvegalengdum ekki að festa flögu í skóreimarnar. Mjög mikilvægt er að brjóta ekki númerið og passa þarf uppá að hafa það vel sýnilegt að framan þegar farið er yfir tímatökumotturnar. Sjá nánar hér.

Þau sem ekki komast að sækja gögnin geta sent fulltrúa sinn á staðinn sem hefur upplýsingar um nafn og kennitölu, ekki þarf að framvísa kvittun. 

Merki Fit and Run Expo

Fit and Run 2021

Afhending ganga fyrir Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er hluti af stórsýningunni FIT & RUN 2021. Sýningin er fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans, ásamt skemmtilegum uppákomum. Á vef sýningarinnar má finna nánari upplýsingar um sýnendur o.fl.

Loftmynd af Laugardalshöll

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.