Skráningarhátíð

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2018 fer fram í Laugardalshöll. Á hátíðinni fá allir þátttakendur afhend hlaupagögn, þar verður stórsýning þar sem hlaupatengd fræðsla og vörur verða til sölu ásamt fjölda áhugaverðra fyrirlestra í tilefni af 35 ára afmæli hlaupsins. Þar verður einnig hægt að skrá sig í allar vegalendir hlaupsins og fræðast betur um hlaupaleiðina.

Opnunartímar

Fimmtudagur 16.ágúst kl.15-20
Föstudagur 17.ágúst kl.14-19

Mjög gott aðgengi er að húsinu og nóg af bílastæðum. Við Laugardalshöll eru 420 bílastæði og í næsta nágrenni þ.e. við Skautahöllina eru 220 stæði. Einnig eru 600 stæði við Laugardalsvöll sem er stutt frá auk þess sem margir strætisvagnar stoppa í nágrenninu.

Gengið er inn um inngang A í Laugardalshöll og fer afhending hlaupagagna fram í frjálsíþróttahúsinu.

Fit and Run 2018

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er hluti af stórsýningunni FIT & RUN 2018. Sýningin er fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans, ásamt skemmtilegum uppákomum. Á heimasíðu sýningarinnar má finna nánari upplýsingar um sýnendur og dagskrá. 

Fyrirlestrar

35 ára afmælisráðstefna Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka verður haldin í tengslum við FIT&RUN sýninguna. Fyrirlesararnir eru allir einstaklingar sem náð hafa ótrúlegum árangri á sínu sviði þrátt fyrir að hafa þurft að mæta miklu mótlæti.

Fimmtudagurinn 16. ágúst 2018

Kl. 17:00 - TVÖFALDUR ÓLYMPÍUFARI Í MARAÞONI

Jess Petersson tvöfaldur Ólympíufari og stefnir ótrauð á næstu leika. Náði sjálf þeim frábæra árangri að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleika 43 ára gömul og upplifði töluvert mótlæti í kringum það vegna kyns og aldurs. Jess fer yfir það sem hefur haldið henni gangandi og hvernig hún hefur náð sínum markmiðum.

Kl. 17:30 - GUINNES HEIMSMETHAFI Í FJÖLDA HLAUPA

Kate Jayden hefur hlaupið 300 maraþon, og m.a. sett Guinnes heimsmet í fjölda hlaupa á einu ári. Hlaupin hafa hjálpað henni að vinna sig útúr þunglyndi og átröskun. Lifandi frasögn og umfram allt áhugaverður fyrirlesari.

Kl. 18:00 - ERMARSUNDIÐ Í EINU SUNDTAKI

Sigrún Þuríður Geirsdóttir synti yfir Ermarsundið fyrst íslenskra kvenna árið 2015. Hún fer yfir þær ótrúlegu áskoranir sem hún tókst á við á sinn æðrulausa hátt. Það tók hana 22 klst. og 34 mín. að synda yfir sundið.

Föstudagurinn 17. ágúst 2018

KL. 17:00 – MARAÞON Á HJÓLABRETTI

Christofer Koch er fatlaður ævintýramaður og þekktur fyrirlesari sem ferðast um heiminn og segir sína sögu. Hann hefur jákvæða sýn á lífið þrátt fyrir fötlun sína, klárað fjögur maraþon, nokkur hálf maraþon og tekið þátt í fjölda 10 km hlaupa með því að nota hjólabrettið sitt. Chris fæddist með engar fætur og hluta af handleggjum.

KL. 18:00 – SIGURVEGARI BOSTON MARAÞONS

Jack Fultz sigurvegari Boston maraþonsins 1976 og íþróttasálfræðingur sem þjálfað hefur marga framúrskarandi hlaupara segir sögu sína. Hann hefur einnig átt stóran þátt í söfnun Dana-Farber krabbameinssamtakanna sem safnað hafa 90 milljónum dollara á síðustu 29 árum.

Hér má nálgast PDF útgáfu af dagskrá ráðstefnunnar.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.