Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

7.000 kr.

Fjöldi áheita

2

Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Við erum stærstu grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir á Íslandi og látum rödd okkar heyrast varðandi geðheilbrigðismál. Félagið var stofnað árið 2003.


Starfsemi Hugarafls er mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum (stundum kallað notendur) og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll, 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. Starfsemin er algjörlega gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar.


Við leggjum okkur fram um að skapa umhverfi sem ýtir undir valdeflingu og bata einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og fjölskyldur þeirra. Sérstaða Hugarafls er einstaklingsmiðuð nálgun sem og samvinna fólks sem tekist hefur á við andlegar áskoranir og fagfólks. Við vinnum saman sem jafningjar, tökum sameiginlegar ákvarðanir um starfsemi Hugarafls og erum hvött til að láta í ljós skoðanir okkar. Við berum sameiginlega ábyrgð á hópastarfi, verkefnum og dagskrá Hugarafls.


Allt starf Hugarafls byggist á hugmyndafræði valdeflingar sem mótuð var af Judi Chamberlin sem og batahugmyndafræði Daniels Fishers. Þetta er ekki einungis leiðarljós starfseminnar heldur nýtast fræðin sem grundvöllur í daglegu starfi Hugarafls og sjálfsvinnu einstaklinga. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er á forsendum hvers og eins. Við virðum sjálfræði hvers og eins til að móta sína bataleið.


Vilt þú vita meira um Hugarafl og kynnast starfseminni?

Hafðu samband í síma 414-1550 til að fá nánari upplýsingar um næstu skref.Hugarafl er samtök fólks sem hefur reynslu af geðraskanir 

hugarafl.is

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Runner
10 K

Ninna Karla Katrínar

Hefur safnað 7.000 kr. fyrir
Hugarafl
1.4% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Erna Björk
Upphæð5.000 kr.
Go Ninna go Ninna GO! <3
Sara
Upphæð2.000 kr.
Go Ninna!!!

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade