Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Í ár renna áheit þeirra sem hlaupa fyrir UNICEF á Íslandi til neyðarsöfnunar UNICEF fyrir vannærð börn. 

Stríðið í Úkraínu, viðvarandi þurrkatíð vegna hamfarahlýnunar og efnahagserfiðleikar í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19 gera það að verkum að neyðarástand hefur skapast í fæðuöryggi margra fátækustu ríkja veraldar. Rýrnun, alvarlegasta birtingarform vannæringar, hefur og mun aukast verulega hjá milljónum barna á heimsvísu.

UNICEF hefur sent frá sér velferðarviðvörun vegna ástandsins og UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun.

Alvarleg rýrnun, þar sem börn teljast of grönn miðað við hæð með þeim afleiðingum að ónæmiskerfi þeirra veikist verulega, er bráðasta, sýnilegasta og lífshættulegasta birtingarform vannæringar. Á heimsvísu þjást 13,6 milljónir barna undir fimm ára aldri af þessum kvilla í dag og til hans má rekja dauða 1 af hverjum 5 börnum í þessum aldurshópi.

Í Suður-Asíu er tíðni alvarlegrar rýrnunar verst þar sem nærri 1 af hverjum 22 börnum glíma við kvillann. Það er þrefalt meira en í Afríku neðan Sahara. Og víða um heim eru ríki að sjá fordæmalausa tíðni alvarlegrar rýrnunar. Í Afganistan er áætlað að 1,1 milljón barna muni þjást af kvillanum á þessu ári. Helmingi fleiri en árið 2018 þar í landi. Þurrkatíð á Afríkuhorninu er að verða þess valdandi að áætlað er að fjöldinn þar fari úr 1,7 milljón í 2 milljónir barna og 26% aukningu er spáð á Sahel-svæði Afríku samanborið við 2018.

Það er engin ástæða til að barn þjáist vegna alvarlegrar rýrnunar. Ekki þegar við höfum lausnir til að takast á og koma í veg fyrir það. Tíminn er að renna út til að virkja samtakamátt alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla vannæringu áður en ástandið verður enn verra en það er.


Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade