Hlauparar

Þorsteinn Ólafsson
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og er liðsmaður í Hvolpasveitin
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið



Til minningar um elsku hetjuna mína Söndru Þorsteinsdóttur sem barðist hetjulega við bráðahvítblæði (AML) aðeins 8 ára gömul. Sandra sigraðist á hvítblæðinu þegar hún fór í mergskipti á Huddinge Sjukhus í Stockholm og fékk merg frá Stellu Maris systur sinni. Sandra barðist hetjulega allt sitt líf eftir það (37 ár) við síðbúnar afleiðingar krabbameinsmeðferðar og fékk dyggan stuðning frá Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna allt til endaloka. Ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir það 💕
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Hvatningarstöð félagsins er vestan við Olís-stöðina í Ánanaustum. Sjá viðburðinn: Hvatningarstöð SKB í Reykjavíkurmaraþoni https://www.facebook.com/events/1051078383502754
Nýir styrkir