Hlauparar

Dóra Gunnarsdóttir
Hleypur fyrir MS-félag Íslands og er liðsmaður í Amma Halldóra
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég og krakkarnir mínir ætlum að hlaupa til styrktar MS félagsins. Við þekkjum sjúkdóminn því miður vel en hann hefur skotið sér niður víða í kringum okkur.
Mamma greindist með MS þegar hún var aðeins 25 ára.
Hún hefur reynt að láta sjúkdóminn ekki stöðva sig í að gera það sem henni þykir skemmtilegast. Starfa sem hjúkrunarfræðingur, ganga á fjöll, fara á skíði og vera með fólkinu sínu.
Mamma kemst ekki lengur á fjöll eða skíði en hún notar þá litlu orku sem hún hefur til að sinna starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur með bros á vör.
Ég hleyp því fyrir hana og MS félagið sem hefur reynst henni svo vel ❤️
Ef mamma getur mætt á vaktina með MS get ég svo sannarlega hlaupið nokkra kílómetra fyrir hana. Það myndi hvetja mig og krakkana áfram sem hlaupa líka fyrir ömmu ef þið mynduð heita á okkur ❤️
MS-félag Íslands
MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flest á aldrinum 20-40 ára. MS-félagið veitir jafnt MS-greindum sem aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Þinn stuðningur er ómetanlegur í starfi félagsins.
Nýir styrkir