Hlauparar

Ingunn Marta Þorsteinsdóttir
Hleypur fyrir MS-félag Íslands og er liðsmaður í Amma Halldóra
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við Eysteinn Ari munum hlaupa 10 km til styrktar MS-félaginu í ár. MS er langvinnur sjúkdómur í miðtaugarkerfinu, þar sem ónæmiskerfið ræðst á mýlisslíður- efnið sem ver taugaþræði og viðheldur skilvirkni þeirra. Hrörnunin leiðir þannig til taugaskemmda og getur, með tímanum, hamlað einstakling í hreyfingu, tali og jafnvel hugsun.
Amma Halldóra greindist með MS þegar hún var 25 ára en hún hefur aldrei látið sjúkdóminn skilgreina sig enda er hún hörku dugleg og neitar að hætta að vinna sem hjúkrunarfræðingur og lætur veikindi sín ekki stoppa sig í að sinna öðrum.
Ég hvet ykkur til að sýna stuðning við hana og alla þá sem berjast við sjúkdóminn, með því að styrkja okkur í þessu hlaupi og vona innilega að Eysteinn taki ekki fram úr mér. Takk fyrir❤️
MS-félag Íslands
MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flest á aldrinum 20-40 ára. MS-félagið veitir jafnt MS-greindum sem aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Þinn stuðningur er ómetanlegur í starfi félagsins.
Nýir styrkir