Hlauparar

Þórhildur Ólöf Helgadóttir
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og er liðsmaður í HLAUPUM FYRIR KRISTINN
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hleyp fyrir hlaupafélaga úr Breiðablik Kristinn Jóhann sem greindist með krabbamein og barðist eins og hetja. Kristinn þekkti ég eingöngu úr hlaupum og ekkert fyrir utan það. Síðast þegar ég hitti hann þá spurði hann hvað hafið þið hlaupið langt? við sögðum honum það 6 km og þá sagði hann að við yrðum að fara í það minnsta 15 km. En ég hleyp líka fyrir alla þá sem hafa fengið það erfiða verkefni að þurfa að nýta sér Ljósið, verkefni sem enginn velur sér en þurfa að glíma við og af því að ég get það.
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir