10 K

Selma Klara Gunnarsdóttir

Supporting Einstök börn Stuðningsfélag

Total collected

10,000 kr.
10%

Goal

100,000 kr.

Ég hleyp fyrir einstök börn og fyrir báða syni mína sem eru einstakir. 

Einstök börn hafa stutt þétt við bakið á okkur og erum við fjölskyldan þeim ævinlega þakklát. Það er einnig dýrmætt fyrir okkur að kynnast öðrum foreldrum í sömu sporum. 

Markmið félagsins er að styðja fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni, gæta hagsmuna þeirra, vinna með stjórnvöldum og veita þeim fræðslu um sjaldgæfa sjúkdóma ásamt því að fræða almenning.

Ég vil leggja mitt af mörkum til að safna sem mestu fyrir félagið þar sem það er einungis rekið af styrkjum og það stækkar hratt. 

Einstök börn Stuðningsfélag

Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. Í dag eru um hátt í 700 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. Það eru yfir 500 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár. Rekstur félagsins er þungur þar sem fjölgun hefur verið mikil, þörf á þjónustu og úrræðum stór aukist og mikil orka fer í að aðstoða foreldra við að leita að aðstoð og finna úrræði sem henta börnum þeirra þar sem kerfið er flókið.

New pledges

Pledge history

Kristín Bjarnadóttir
Amount5,000 kr.
No message
Halla Björg
Amount5,000 kr.
Áfram Selma 🥰

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade