Hlaupastyrkur

Góðgerðafélögin

Málefnin sem hægt er að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru fjölmörg. Finnir þú ekki félagið sem stendur þér næst getur þú bent því á að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á aheit@marathon.is. Góðgerðarfélög hafa til 1. ágúst til að sækja um þátttöku. Til að skrá sig inná síðu góðgerðarfélagsins sem þú ert í forsvari fyrir ferðu inná corsa! Hér eru leiðbeiningar fyrir þau góðgerðarfélög sem lenda í vandræðum.

    ABC Barnahjálp

    ABC Barnahjálp

    ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988. Tugþúsundir barna hafa notið góðs af gjafmildi Íslendinga og komist til mennta á þessum 35 árum sem ABC barnahjálp hefur starfað. ABC barnahjálp starfar nú í 6 löndum Asíu og Afríku og styrkir þúsundir barna til náms og búa mörg þeirra á heimavistum. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og mat. Við hjá ABC erum óendanlega þakklát stuðningnum í gegnum 35 ár og þökkum það traust sem okkur hefur verið sýnt. Innilegar þakkir til allra sem vilja styðja við starfið í gegnum Reykjavíkurmaraþonið. Mennt er máttur, enginn annar þáttur er jafn áhrifaríkur í baráttunni gegn fátækt.
    Nánar
    Æfingastöðin

    Æfingastöðin

    Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Á Æfingastöðinni starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna. Veitt er ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. Í náinni samvinnu við fjölskyldu barnsins eru sett einstaklingsmiðuð markmið sem taka mið af aðstæðum, áhuga og framtíðarsýn einstaklingsins og fjölskyldunnar.
    Nánar
    Alzheimersamtökin

    Alzheimersamtökin

    Munum leiðina.... Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst. Munum leiðina...
    Nánar
    Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

    Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

    Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
    Nánar
    Birta - Landssamtök

    Birta - Landssamtök

    Birta Landssamtök eru samtök foreldra og forráðamanna sem misst hafa barn skyndilega. Félagið skilgreinir ekki aldur barna þar sem að börnin okkar eru alltaf börnin okkar. Félagið heldur úti opnum húsum einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Félagið stendur fyrir fræðslu/fyrirlestrum, leiðisskreytingardegi í desember auk þess að veita foreldrum styrki til m.a. hvíldardvalar, sálfræði- og lögfræðistyrk og útfararstyrk.
    Nánar
    Brakkasamtökin

    Brakkasamtökin

    Brakkasamtökin voru stofnuð árið 2015 og hafa starfað síðan með hagsmunabaráttu BRCA arfbera að leiðarljósi. Tilgangur Brakkasamtakanna er að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og öðrum meinvaldandi breytingum sem auka líkur á krabbameini í vissum líffærum. Einnig að og veita arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning. Brakkasamtökin eru góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum og allir stjórnarmenn eru ólaunaðir og gefa vinnu sínu í þágu samtakanna.
    Nánar
    CCU samtökin

    CCU samtökin

    CCU samtökin voru stofnuð í október 1995 og eru hagsmunasamtök einstaklinga með Svæðisgarnabólgu - Crohn’s sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa. Helstu markmið samtakanna er að styðja við þá sem greinast og stuðla að aukinni almennri fræðslu. Frekari upplýsingar um samtökin og sjúkdómanna má finna á heimasíðu CCU; www.ccu.is.
    Nánar
    Child Health Community Centre

    Child Health Community Centre

    Tilgangur CHCC Tilgangur og markmið félagsins er að betrumbæta líf munaðarlausra barna, barna sem hafa verið yfirgefin, barna sem eiga líkamlega og/eða andlega fatlaða foreldra og barna sem koma frá mjög fátækum heimilum í Norður – Úganda, Kitgum. CHCC í Kitgum var stofnað árið 2017 en á Íslandi árið 2021. CHCC samtökin á Íslandi útvega börnum á skrá hjá CHCC í Norður – Úganda stuðningsforeldra frá Íslandi, sem styrkja barnið með mánaðarlegu framlagi sem notað er til að útvega barninu mat og fylgst er með malaríu.
    Nánar
    Duchenne Vöðvarýrnun á Íslandi

    Duchenne Vöðvarýrnun á Íslandi

    Duchenne vöðvarýrnun (DMD) er erfðasjúkdómur sem einkennist af versnandi hrörnun og máttleysi í vöðvum vegna breytinga á próteini sem kallast dystrophin sem hjálpar til við að halda vöðvafrumum ósnortnum. DMD er einn af fjórum sjúkdómum sem kallast dystrophinopathies.
    Nánar
    Einhverfusamtökin

    Einhverfusamtökin

    Einhverfusamtökin fta., voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú 1030. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig starfandi borðspilahópur og handavinnuhópur fyrir fullorðið einhverft fólk. Einnig er starfandi stuðningshópur fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.
    Nánar
    Eitt líf - Minningarsjóður Einars Darra

    Eitt líf - Minningarsjóður Einars Darra

    Eitt líf - Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir ýmsum fræðslu-, forvarnar- og vitundarvakningar verkefnum sem vinna að bættri velferð, með áherslu á ungmenni. Allt starf er unnið með kærleika, samkennd, valdeflingu og samstöðu að vopni. Markmið: - Sporna við og draga úr misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og notkun annarra ávana- og fíkniefna - Stuðla að eflingu á verndandi þáttum í lífi einstaklinga, sér í lagi ungmenna - Stuðla að samstöðu og jákvæðum framförum í málefnum sem varða og/eða tengjast málaflokknum
    Nánar
    Empower Nepali Girls - Íslandsdeild

    Empower Nepali Girls - Íslandsdeild

    Empower Nepali Girls samtökin veita skólastyrki og annan stuðning til stúlkna sem annars myndu ekki fá tækifæri til að mennta sig.
    Nánar
    Fuglavernd

    Fuglavernd

    Fuglavernd vinnur að vernd fugla og búsvæða þeirra. Grunngildi Fuglaverndar er sjálfbærni og fræðsla sem stuðlar að virðingu fyrir náttúrunni og lífríki hennar og þarf að hafa þessi grunngildi til hliðsjónar í öllum markmiðum Fuglaverndar.
    Nánar
    Fyrir Sindra- hjálpatækjasjóður Sindra

    Fyrir Sindra- hjálpatækjasjóður Sindra

    Hjálpartækjasjóður Sindra var stofnaður fyrir Sindra Pálsson sem er 15 ára og fæddist með heilkennið Warburg Micro Syndrome. Heilkennið veldur sjónskerðingu, einhverfu og lágri vöðvaspennu. Þrátt fyrir sínar takmarkanir þá gat Sindri lifað góðu og innihaldsríku lífi, stundaði nám í Klettaskóla og rúllaði sér út um allar trissur á hjólastólnum sínum. Í lok september 2023 varð Sindri fyrir miklu áfalli þar sem hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan axlir vegna aðgerðar á Landspítalanum. Sindri veiktist alvarlega í kjölfar þessa áfalls og var í 2 mánuði á gjörgæsludeild. Hans bíður nú löng og ströng endurhæfing en ljóst er að lömunin er varanleg. Markmiðið með söfnuninni er að styrkja Sindra í öllu því sem eykur lífsgæði hans og hamingju í lífinu.
    Nánar
    Gleðistjarnan

    Gleðistjarnan

    Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað hefur verið til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023. Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum. Félagið aflar fjár til starfsemi sinnar með styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum og með viðburðahaldi.
    Nánar
    Gleym-mér-ei styrktarfélag

    Gleym-mér-ei styrktarfélag

    Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
    Nánar
    Hollvinasamtök Reykjalundar

    Hollvinasamtök Reykjalundar

    Hollvinasamtök Reykjalundar eru mikilvægur bakhjarl í þágu endurhæfingar á Reykjalundi.
    Nánar
    Kattavinafélag Íslands

    Kattavinafélag Íslands

    Heimilislausar kisur óska eftir stuðningi þínum!
    Nánar
    Krabbameinsfélag Austfjarða

    Krabbameinsfélag Austfjarða

    Krabbameinsfélag Austfjarða er góðgerðarfélag sem styður við hagsmuni krabbameinsgreindra og aðstandenda og þjónustar svæðið sem telur Fjarðabyggð og Djúpavog. Félagið hefur það að markmiði að berjast í hvívetna gegn krabbameini með forvörnum, stuðningi við rannsóknir, þróun á lækningaraðferðum og endurnýjun á lækningatækjum. Félagið veitir stuðning og ráðgjöf til félaga sinna og fjölskyldna þeirra, sem greinst hafa með krabbamein og eru eða hafa verið í þeirri baráttu og greiðir til dæmis niður dvalarkostnað og aksturstyrk sjúklinga þegar þeir þurfa að dvelja til lengri tíma fjarri heimilum sínum. Félagið rekur skrifstofu þar sem starfar ráðgjafi. Félagið býður krabbameinsgreindum einnig upp á sálfræðiþjónustu, fjölskylduráðgjöf, markþjálfun og árskort í sund sem og að halda úti karla og konuhópi fyrir krabbameinsgreinda.
    Nánar
    Krabbameinsfélagið

    Krabbameinsfélagið

    Krabbameinsfélagið leiðir baráttuna gegn krabbameinum á Íslandi og lætur sig allt varða sem tengist krabbameinum. Starf félagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Aðeins með þinni aðstoð getum við unnið að rannsóknum á krabbameini, veitt ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna án endurgjalds og unnið að forvörnum fyrir komandi kynslóðir. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
    Nánar
    Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

    Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

    Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
    Nánar
    Kvennaathvarf

    Kvennaathvarf

    Starfsemi Samtaka um kvennaathvarf felst í rekstri neyðarathvarfa fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis annars heimilismanns. Einnig er rekin viðtalsþjónusta fyrir konur sem ekki koma til dvalar heldur kjósa að reyna að breyta aðstæðum sínum án þess að fara burt af heimilum sínum. Símaþjónustan opin allan sólarhringinn. Fræðsla um ofbeldi, birtingarmyndir þess og forvarnir er hluti af starfseminni og gefnir eru út bæklingar sem dreift er bæði til heilsugæslustöðva, skóla og víðar.
    Nánar
    Læti! / Stelpur rokka!

    Læti! / Stelpur rokka!

    Læti! / Stelpur rokka! starfa af femínískri hugsjón við að efla jaðarsett kyn í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisstarf. Við stuðlum að jafnrétti og inngildingu í tónlist og fræðum bæði þátttakendur og aðra um jafnréttismál á því sviði.
    Nánar
    Ljónshjarta  - samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri.

    Ljónshjarta - samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri.

    Ljónshjarta eru samtök til stuðnings ungu fólki sem hefur misst maka og barna sem misst hafa foreldri voru stofnuð 2013. Allt sem safnast í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fer í verkefnið Grípum Ljónshjartabörn - til að greiða fyrir sálfræðiþjónustu fyrir börn sem misst hafa foreldri.
    Nánar
    Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

    Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

    Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
    Nánar
    ME félag Íslands

    ME félag Íslands

    ME félag Íslands er hagsmunafélag fyrir fólk með ME sjúkdóminn (sumir kalla sjúkdóminn Síþreytu) fjölskyldur þeirra og aðra sem vilja úrbætur fyrir ME sjúklinga. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna eins og t.d. að berjast fyrir snemmbærri greiningu, aðgengi að réttri heilsugæslu og réttum meðferðum innan heilbrigðiskerfisins. Félagið er málsvari félagsmanna gagnvart hinu opinbera, sem og innlendum og erlendum aðilum. Félagið fylgist með nýjungum í rannsóknum og meðferðum á sjúkdómnum og hvetur heilbrigðiskerfið til þess að auka aðgengi ME sjúklinga að meðferðum sem vænlegar eru til bættrar heilsu og lífsgæða. Við erum mjög þakklátt fyrir allan stuðning.
    Nánar
    Mia Magic

    Mia Magic

    Mia Magic er góðgerðarfélag sem stofnað var 1. febrúar 2021. Mia Magic einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur, bókin Mía fær lyfjabrunn og Mía fer í tívolí, eftir þær Þórunni Evu og Bergrúnu Írisi hafa slegið í gegn og er á döfinni að gefa út fleiri bækur.
    Nánar
    Minningarsjóður Gunnars Karls

    Minningarsjóður Gunnars Karls

    Minningarsjóður Gunnars Karls er stofnaður til minningar um Gunnar Karl Haraldsson sem lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein. En hann glímdi við sjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) alla sína ævi og hafði hann mikil áhrif á lífsgæði hans. Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli hans á lofti með því að styrkja einstaklinga með fötlun til náms, tómstunda og íþróttaiðkunar og verkefni/málefni sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu.
    Nánar
    Minningarsjóður Jennýjar Lilju

    Minningarsjóður Jennýjar Lilju

    Þann 24 október 2015 lést Jenný Lilja af slysförum aðeins 3 ára gömul. Fjölskylda Jennýjar Lilju stofnuðu minningarsjóð í minningu hennar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, vinahópa/vinnufélaga til að sækja sér fræðslu og einnig viðbragðsaðila til tækjakaupa.
    Nánar
    MND á Íslandi

    MND á Íslandi

    Hlutverk félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun, eða öðrum vöðva og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar. Einnig fjölskyldum þeirra og fagfólki sem vinnur að málefnum þessa hóps.
    Nánar
    MS-félag Íslands

    MS-félag Íslands

    MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flestir á aldrinum 20-40 ára. MS-félagið veitir jafnt MS-greindum sem aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Þinn stuðningur er ómetanlegur í starfi félagsins.
    Nánar
    Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

    Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

    Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna og um meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og tilfinningalegum þörfum hennar, t.d. á upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
    Nánar
    Parkinsonsamtökin

    Parkinsonsamtökin

    Parkinsonsamtökin og Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Hjá Takti er lögð áhersla á heildræna og samfellda endurhæfingu með sérhæfðri sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, ráðgjöf, fræðslu og námskeiðum fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma ásamt stuðningi við aðstandendur. Endurhæfingin miðar að því að auka líkamlega, andlega og félagslega heilsu og auka lífsgæði fólks með parkinson. Allar nánari upplýsingar má finna á www.parkinson.is.
    Nánar
    PCOS samtök Íslands

    PCOS samtök Íslands

    PCOS samtök Íslands voru stofnuð haustið 2021. Tilgangur félagsins er að veita fólki með einkenni PCOS og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að bæta aðgengi einstaklinga sem greinast með PCOS að upplýsingum um réttindi þeirra og möguleg meðferðarúrræði. Þá er markmið félagsins að stuðla að aukinni almennri þekkingu á PCOS meðal almennings og fagaðila/yfirvalda.
    Nánar
    Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir.

    Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir.

    Píetasamtökin - forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða
    Nánar
    Reykjadalur

    Reykjadalur

    Reykjadalur eru sumarbúðir í Mosfellsdal fyrir fötluð börn og ungmenni. Í Reykjadal eru skapaðar ógleymanlegar minningar, farið í óvissuferðir og notið samverunnar.
    Nánar
    Samhjálp

    Samhjálp

    Í rúma hálfa öld hefur Samhjálp staðið vörð um þá sem lifa við fátækt og félagslega einangrun, sem oft er afleiðing af langvarandi glímu við fíkn. Samhjálp rekur meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot þar sem pláss er fyrir 30 einstaklinga í meðferð við fíknisjúkdómum, kaffistofu Samhjálpar sem gefur um 100 þúsund máltíðir á ári, ásamt áfanga- og stuðningsheimilum í Reykjavík og Kópavogi. Kaffistofan er opin alla daga ársins og þaðan eru gefnar allt að 350 máltíðir daglega. Heimasíða félagsins er www.samhjalp.is – Við erum jafnframt á Facebook https://www.facebook.com/samhjalp.is og Instagram https://www.instagram.com/samhjalp/?hl=en
    Nánar
    Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ)

    Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ)

    SÁÁ hjálpar einstaklingum og fjölskyldum þeirra í glímunni við fíknsjúkdóminn. Það gerir SÁÁ með fræðslu, afeitrun og meðferð í göngudeildum, á sjúkrahúsi og í meðferðarstöð. Markmið SÁÁ er að gera skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra kleift að eignast nýtt og betra líf laus úr viðjum fíknarinnar.
    Nánar
    Samtökin '78 - félag hinsegin fólks á Íslandi

    Samtökin '78 - félag hinsegin fólks á Íslandi

    Samtökin ‘78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi. Við veitum fræðslu um hinsegin málefni í skólum og á vinnustöðum, veitum ókeypis ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda, berjumst fyrir réttarbótum með bættri lagasetningu, veitum hinsegin hælisleitendum stuðning, höldum viðburði þar sem hinsegin fólki og hinsegin menningu er fagnað og svo ótal margt fleira. Það eina sem setur starfi okkar mörk er skortur á fjármagni og þess vegna viljum við biðja þig að safna áheitum fyrir Samtökin ‘78 í ár. Vertu með okkur í liði! Gerum Ísland að enn betri stað fyrir allt hinsegin fólk.
    Nánar
    Sigurboginn, styrktarfélag Sigurbjörns Boga

    Sigurboginn, styrktarfélag Sigurbjörns Boga

    Sigurbjörn Bogi er fæddur 2. maí 2012. Hann fæddist með vatnshöfuð vegna heilablæðingar á meðgöngu. Sigurbjörn Bogi hlaut af þessum sökum fjölfötlun. Hann er lögblindur, með mikla hreyfiskerðingu, er flogaveikur og getur ekki tjáð sig með tali. Sigurbjörn Bogi notar því hjólastól og fer allra sinna ferða í honum. Hann þarf mikinn sérútbúnað. Auk hjálpartækja þarf hann sérútbúinn hjólastólabíl. Sigurbjörn Bogi er glaður drengur og mikið sjarmatröll. Hann nýtur þess að vera með skólafélögum sínum í grunnskólanum. Hans helstu áhugamál er að hlusta á tónlist og útivera. Fjölskylda og vinir Sigurbjörns Boga stofnuðu þetta styrktarfélag til stuðnings honum og fjölskyldu hans. Tilgangur þess er að létta undir með fjölskyldunni í fjárfrekum framkvæmdum vegna sérþarfa Sigurbjörns Boga eða til að kaupa sérbúnað sem ekki er styrktur af hinu opinbera. Hann eignaðist m.a. hjólastólahjól sem var m.a. keypt fyrir áheitafé gegnum hlaupastyrk.is. Hjólið gjörbreytti möguleikum hans til útiveru.
    Nánar
    Slysavarnafélagið Landsbjörg

    Slysavarnafélagið Landsbjörg

    Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring.
    Nánar
    Sorgarmiðstöð

    Sorgarmiðstöð

    Sorgarmiðstöð er félag sem starfar í almannaþágu, án hagnaðarsjónarmiða og býður stuðning, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Við leggjum áherslu á að mæta fólki á persónulegan og hlýjan hátt. Við bjóðum upp á stuðningshópastarf, jafningjastuðning og samveru fyrir þau sem syrgja ástvini. Þú finnur meiri upplýsingar um starfið okkar á www.sorgarmidstod.is. Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi.
    Nánar
    Stígamót

    Stígamót

    Stígamót eru samtök sem vinna gegn kynferðisofbeldi. Á Stígamótum er boðið upp á stuðningsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir fólk af öllum kynjum sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Stígamót halda einnig úti öflugri fræðslu fyrir skólahópa og almenning og stunda virka hagsmunagæslu til að búa til betra samfélag án kynferðisofbeldis.
    Nánar
    Styrkja óháð félagi

    Styrkja óháð félagi

    Ef þú ert óviss um hvaða góðgerðarfélag þú vilt styrkja þá er hægt að styrkja þau öll. Þegar áheitasöfnun er lokið dreifast þessi áheit jafnt á öll þau félög sem hafa safnað á þessu ári.
    Nánar
    Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

    Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

    Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
    Nánar
    Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

    Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

    Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá upphafi verið frumkvöðull í þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Meginmarkmið félagsins er að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, einkum barna. Helstu verkefni félagsins eru rekstur Æfingastöðvarinnar og sumarbúðanna í Reykjadal.
    Nánar
    TeamTinna

    TeamTinna

    TeamTinna er góðgerðarfélag stofnað til heiðurs og minningar Tinnu Óskar Grímarsdóttur. Við ætlum að dreifa gleði, jákvæðni og kærleika rétt eins og Tinna okkar var snillingur í.
    Nánar
    Trans Ísland

    Trans Ísland

    Trans Ísland er félag trans fólks á Íslandi. Félagið er málsvari, stuðningssamtök og baráttusamtök fyrir réttindum trans fólks hérlendis.
    Nánar
    Trans vinir

    Trans vinir

    Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna á Íslandi
    Nánar
    UN Women á Íslandi

    UN Women á Íslandi

    UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti kynjanna og eflingu kvenna. UN Women styrkir verkefni sem miða að því að binda endi á ofbeldi gegn konum, draga úr fátækt og að efnahagslegri og pólitískri valdeflingu auk þess að veita konum sjálfsögð mannréttindi. UN Women vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að þegar konur eru heilbrigðar, menntaðar og þátttakendur í hagkerfinu nái ávinningurinn til barna þeirra, samfélaga og þjóða. Stofnunin treystir alfarið á frjáls framlög frá ríkisstjórnum, fyrirtækjum og einstaklingum.
    Nánar
    Villikettir

    Villikettir

    Megintilgangur félagsins er að láta sig varða velferð útigangs- og villikatta á Íslandi og öll vinna fer fram í sjálfboðavinnu dýravina. Styrkir renna beint í sjúkrasjóð sem veitir lífsnauðsynlega aðstoð til villi- og vergangskatta á Íslandi.
    Nánar

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade