Hlaupastyrkur

Góðgerðafélögin

Málefnin sem hægt er að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru fjölmörg. Finnir þú ekki félagið sem stendur þér næst getur þú bent því á að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á aheit@marathon.is. Góðgerðarfélög hafa til 30. júlí til að sækja um þátttöku.

 • ABC Barnahjálp

  ABC Barnahjálp

  ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf sem stofnað var árið 1988. Starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun. ABC barnahjálp starfar í 7 löndum Asíu og Afríku og styrkir um 4.000 börn til náms. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og eina máltíð á dag.
 • ADHD samtökin

  ADHD samtökin

  Í meira en 30 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
 • Áfangaheimilið Dyngjan

  Áfangaheimilið Dyngjan

  Dyngjan er áfangaheimili fyrir konur, skipulagt að þörfum þeirra sem eru að koma úr áfengis- og vímuefnameðferð. Þar er þeim veittur allur stuðningur til að takast á við heilbrigt líferni.
 • Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi

  Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi

  Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi var stofnað árið 2002 á Akureyri til að veita ráðgjöf öllum þeim sem upplifað hafa ofbeldi. Ráðgjöfin er veitt á jafningjagrunni og litið er svo á að sá sem til okkar leitar sé sérfræðingur í eigin lífi. Litið er á afleiðingar ofbeldisins og áhrif þeirra á líf fólks sem eðlilegar afleiðingar af óeðlilegum aðstæðum.
 • Afstaða til ábyrgðar

  Afstaða til ábyrgðar

  Afstaða er félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og endurhæfingu.
 • AHC samtökin

  AHC samtökin

  AHC samtökin voru stofnuð árið 2009 í þeim tilgangi að finna lækningu við Alternating Hemiplegia of Childhood
 • Alzheimersamtökin

  Alzheimersamtökin

  Alzheimersamtökin er félag aðstandenda og velunnara einstaklinga með heilabilun. Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja.
 • Amnesty International á Íslandi

  Amnesty International á Íslandi

  Mannréttindasamtökin Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem sinnir rannsóknum og berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Félagar okkar og stuðningsaðilar þrýsta á stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og alþjóðlegar hreyfingar. Félagar okkar eru 7 milljónir talsins um heim allan og við erum óháð öllum ríkisstjórnum, stjórnmálastefnum, efnahagslegum hagsmunum og trúarbrögðum. Við lútum eigin stjórn og erum fjárhagslega sjálfstæð, þökk sé öflugum stuðningi félaga.
 • Andartak — Cystic Fibrosis samtökin á Íslandi

  Andartak — Cystic Fibrosis samtökin á Íslandi

  Andartak er styrktarfélag fyrir einstaklinga á Íslandi sem eru með slímseigjusjúkdóm. Slímseigjusjúkdómur (e. Cystic Fibrosis) er arfgengur víkjandi sjúkdómur sem veldur galla í CFTR geni. Þessi galli hefur áhrif á slímhúð í ýmsum líffærum en allt slím sem líkaminn framleiðir verður of þykkt og seigt sem veldur því að bakteríur eiga auðveldara með að setjast í slímið og valda sýkingum.
 • Ásar á Íslandi

  Ásar á Íslandi

  Félag ása á Íslandi er félag eikynhneigðra og eirómantískra á Íslandi. Markmið félagsins er að eikinhneigð og eirómantík verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.
 • Astma- og ofnæmisfélag Íslands

  Astma- og ofnæmisfélag Íslands

  Astma- og ofnæmisfélag Íslands var stofnað 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi. Félagið talar máli sjúklinga með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðismála, kennslumála og við aðra áhrifahópa í þjóðfélaginu. Félagið heldur úti fræðslu og upplýsingaflæði og er félagsmönnum innan handar er snýr að persónulegri ráðgjöf.
 • Ástusjóður

  Félagið er stofnað til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing. Markmið og tilgangur félagsins er að styrkja þau viðfangsefni sem henni voru hugleikin, þá sérstaklega mannréttindi, refsirétt, réttarfar og umhverfisrétt, sem og Slysavarnarfélagið Landsbjörg og björgunarsveitir vítt og breitt um landið.
 • Átröskunarteymi Landspítalans

  Átröskunarteymi Landspítala er þverfaglegt teymi sem sinnir greiningu og meðferð við átröskunum og öðrum meðkvillum fyrir 18 ára og eldri.
 • Augnlækningasjóður Landspítalans

  Sjóður til styrktar endurmenntunar og vísindastörf í augnlækningum
 • Barnaheill - Save the Children á Íslandi

  Barnaheill - Save the Children á Íslandi

  Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök með aðild að Alþjóðasamtökum Save the Children sem starfa í yfir 120 löndum. Barnaheill hafa frá stofnun árið 1989 lagt áherslu á starf innanlands. Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Helstu áherslur ásamtakanna eru að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, forvarnir, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Helstu áherslur í erlendum verkefnum eru á grunnmenntun barna og vernd barna gegn ofbeldi. Heimasíða samtakanna er www.barnaheill.is. Rekstur samtakanna er fjármagnaður með frjálsum framlögum.
 • Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

  Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

  Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
 • Bati Góðgerðarfélag

  Missing translation ()
 • Bergid headspace

  Bergid headspace

  Bergið headspace er ráðgjafa og stuðningsþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi 12-25 ára. Bergið er staðsett á Suðurgötu 10 í Reykjavík en býður þjónustu um allt land í gegnum fjarþjónustu. Þjónusta Bergsins er ókeypis fyrir ungmenni og án takmarkana, það er ungmenna geta komið og fengið ráðgjöf og stuðning um hvað það er sem þau vilja ræða um.
 • Bikers Against Child Abuse Iceland Chapter

  Bikers Against Child Abuse Iceland Chapter

  MARKMIÐ. Bikers Against Child Abuse (BACA) eru samtök sem starfa í þeim tilgangi að búa misnotuðum börnum öruggara umhverfi. Við erum til staðar sem hópur bifhjólafólks sem styrkir börn til að vera ekki hrædd í þeim heimi sem þau lifa.
 • Birta - Landssamtök

  Birta - Landssamtök

  Birta Landssamtök var stofnað 7. desember árið 2012. Samtökin hafa það að markmiði að styðja við foreldra/forráðamenn sem misst hafa börn og/eða ungmenni fyrirvaralaust. Stuðningurinn er meðal annars fólginn í ýmiss konar fræðslu á opnum húsum sem haldin eru mánaðarlega. Einnig standa samtökin fyrir árlegum hvíldardögum fyrir foreldra/forráðamenn með endurnærandi hvíld að leiðarljósi. Hér má sjá facebook síðu Birtu - Landssamtaka.

Samstarfsaðilar