Hlaupastyrkur

Góðgerðafélögin

Málefnin sem hægt er að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru fjölmörg. Finnir þú ekki félagið sem stendur þér næst getur þú bent því á að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á aheit@marathon.is. Góðgerðarfélög hafa til 5. ágúst til að sækja um þátttöku. Til að skrá sig inná síðu góðgerðarfélagsins sem þú ert í forsvari fyrir ferðu inná corsa!

  • ABC Barnahjálp

    ABC Barnahjálp

    ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf sem stofnað var árið 1988. Starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun. ABC barnahjálp starfar í 7 löndum Asíu og Afríku og styrkir um 4.000 börn til náms. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og eina máltíð á dag.
  • ADHD samtökin

    ADHD samtökin

    Í meira en 35 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
  • Alzheimersamtökin

    Alzheimersamtökin

    Munum leiðina.... Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst. Munum leiðina...
  • Astma- og ofnæmisfélag Íslands

    Astma- og ofnæmisfélag Íslands

    Astma- og ofnæmisfélag Íslands var stofnað 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi. Félagið talar máli sjúklinga með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðismála, kennslumála og við aðra áhrifahópa í þjóðfélaginu. Félagið heldur úti fræðslu og upplýsingaflæði og er félagsmönnum innan handar er snýr að persónulegri ráðgjöf.
  • Ástusjóður

    Ástusjóður

    Félagið er stofnað til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing. Markmið og tilgangur félagsins er að styrkja þau viðfangsefni sem henni voru hugleikin, þá sérstaklega mannréttindi, refsirétt, réttarfar og umhverfisrétt, sem og Slysavarnarfélagið Landsbjörg og björgunarsveitir vítt og breitt um landið.
  • Augnlækningasjóður Landspítalans

    Augnlækningasjóður Landspítalans

    Sjóður til styrktar endurmenntunar og vísindastörf í augnlækningum
  • Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

    Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

    Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
  • Bergid headspace

    Bergid headspace

    Bergið headspace er ráðgjafa og stuðningsþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi 12-25 ára. Bergið er staðsett á Suðurgötu 10 í Reykjavík en býður þjónustu um allt land í gegnum fjarþjónustu. Þjónusta Bergsins er ókeypis fyrir ungmenni og án takmarkana, það er ungmenna geta komið og fengið ráðgjöf og stuðning um hvað það er sem þau vilja ræða um.
  • Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi

    Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi

    Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er samfélagslegt afl – mannréttindasamtök - sem berst fyrir að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi, og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélagsins.
  • Blóðbankinn

    Blóðbankinn

    Sjóður til styrktar Blóðbankanum
  • Brakkasamtökin

    Brakkasamtökin

    Brakkasamtökin voru stofnuð árið 2015 og hafa starfað síðan með hagsmunabaráttu BRCA arfbera að leiðarljósi. Tilgangur Brakkasamtakanna er að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og öðrum meinvaldandi breytingum sem auka líkur á krabbameini í vissum líffærum. Einnig að og veita arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning. Brakkasamtökin eru góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum og allir stjórnarmenn eru ólaunaðir og gefa vinnu sínu í þágu samtakanna.
  • CCU samtökin

    CCU samtökin

    CCU samtökin voru stofnuð í október 1995 og eru hagsmunasamtök einstaklinga með Svæðisgarnabólgu - Crohn’s sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa. Helstu markmið samtakanna er að styðja við þá sem greinast og stuðla að aukinni almennri fræðslu. Frekari upplýsingar um samtökin og sjúkdómanna má finna á heimasíðu CCU; www.ccu.is.
  • Child Health Community Centre

    Child Health Community Centre

    Tilgangur CHCC Tilgangur og markmið félagsins er að betrumbæta líf munaðarlausra barna, barna sem hafa verið yfirgefin, barna sem eiga líkamlega og/eða andlega fatlaða foreldra og barna sem koma frá mjög fátækum heimilum í Norður – Úganda, Kitgum. CHCC í Kitgum var stofnað árið 2017 en á Íslandi árið 2021. CHCC samtökin á Íslandi útvega börnum á skrá hjá CHCC í Norður – Úganda stuðningsforeldra frá Íslandi, sem styrkja barnið með mánaðarlegu framlagi sem notað er til að útvega barninu hreint drykkjarvatn og matarbirgðir, barnið er heilsufars skoðað (fylgst með malaríu), einnig fær barnið fatnað og sandala.
  • Dravet ofurhetjan - Styrktarsjóður Ægis Rafns Þrastarsonar

    Dravet ofurhetjan - Styrktarsjóður Ægis Rafns Þrastarsonar

    Dravet ofurhetjan er góðgerðarfélag sem stofnað var 21. júní árið 2013. Dravet ofurhetjan einbeitir sér að því að styrkja og styðja við Ægir Rafn og fjölskyldu hans til bættra þjónustu svo sem tækjakaup, námskeið og læknisþjónustu til að auka möguleika Ægis Rafns á bættum lífsgæðum.
  • Dýrahjálp Íslands

    Dýrahjálp Íslands

    Dýrahjálp Íslands leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stefnir að því að stofna til þess dýraathvarf og að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við dýravernd. Þangað til hægt verði að stofna til slíks athvarfs mun félagið, með aðstoð sjálfboðaliða félagsins, leitast við að finna þeim dýrum sem annars væri lógað ný heimili, hvort sem það er fósturheimili til skamms tíma þar til framtíðarheimili finnst eða beint á varanlegt heimili.
  • Einhverfusamtökin

    Einhverfusamtökin

    Einhverfusamtökin voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú um 840. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Einnig eru starfandi stuðningshópar fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.
  • Einstök börn Stuðningsfélag

    Einstök börn Stuðningsfélag

    Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. Í dag eru um hátt í 600 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. Það eru yfir 450 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár. Rekstur félagsins er þungur þar sem fjölgun hefur verið mikil, þörf á þjónustu og úrræðum stór aukist og mikil orka fer í að aðstoða foreldra við að leita að aðstoð og finna úrræði sem henta börnum þeirra þar sem kerfið er flókið.
  • Ekki gefast upp! - Líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem glíma við kvíða og þunglyndi

    Ekki gefast upp! - Líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem glíma við kvíða og þunglyndi

    Við höfum verið starfandi síðan 2016 og erum hópur af átta einstaklingum sem brennum aðalega fyrir tvennt. Heilsurækt og að efla andlega líðan ungs fólks. Það eiga allir skilið að fá að upplifa þau jákvæðu áhrif sem að hreyfing getur gert fyrir andlega líðan. Fyrir börn og ungmenni er það einstaklega mikilvægt svo þau geti tekið jákvæða upplifun með sér fram á fullorðinsár. Námskeiðin okkar snúast um að finna gleðina aftur, oft á tíðum vegna þess að einstaklingurinn hefur ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi. Til að hægt sé að stunda líkamsrækt reglulega er afar nauðsynlegt að hún sé skemmtileg. Okkar markmið er að skapa gleði með hreyfingunni í umhverfi þarsem við reynum að lágmarka alla utanaðkomandi þætti sem geta verið kvíðavaldandi eða skapað neikvæða upplifun. Við aðlögum æfinguna af hverjum og einum, Því ef áhuginn á því að hreyfa sig er til staðar eiga allir eiga það skilið að fá að upplifa gleðina sem henni getur fylgt. Okkar markmið er að vera sá vettvangur.
  • Empower Nepali Girls - Íslandsdeild

    Empower Nepali Girls - Íslandsdeild

    Empower Nepali Girls samtökin veita skólastyrki og annan stuðning til stúlkna sem annars myndu ekki fá tækifæri til að mennta sig.
  • Endósamtökin

    Endósamtökin

    Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
  • Félag fósturforeldra

    Félag fósturforeldra

    Félag fósturforeldra stuðlar að bættu lífi fósturfjölskyldna. Félagið veitir fæðslu til félagsmanna og leitast eftir samvinnu um eflingu þess. Félagið er vettvangur til tengslamyndunar og jafningafræðslu. Félagið er málsvari hópsins og þrýstir á um bættar aðstæður fyrir fósturforeldra, fósturbörn og fósturfjölskyldna. Félagið byggir undir góða ímynd fósturmála og fræðir almenning um raunveruleika fósturfjölskyldna.
  • Ferðasjóður Guggu

    Ferðasjóður Guggu

    Ferðasjóður Guggu safnar fjármunum til að styðja Guðrúnu Jónu Jónsdóttur til ferðalaga, tengdra útgjalda eða annarra verkefna. Guðrún Jóna er fjölfötluð og bundin við hjólastól eftir líkamsárás árið 1993 og þarfnast verulegs stuðnings við daglegt líf sem gerir ferðalög nokkuð dýr og flókin í framkvæmd.
  • Framþróunarsjóður skilunardeildar á Landspítala

    Framþróunarsjóður skilunardeildar á Landspítala

    Sjóður til styrktar framþróunar á skilunardeild Landspítala. Endurmenntun og vísindastörf
  • Fuglavernd

    Fuglavernd

    Markmið Fuglaverndar er verndun fugla og búsvæða þeirra. Sérstaklega tegunda í útrýmingarhættu á Íslandi. Þessu má ná með því að -vekja áhuga landsmanna fyrir fuglalífi landsins með fræðslustarfsemi en við höldum fræðslufundi mánaðarlega yfir veturinn og stöndum fyrir fjölda fuglaskoðana yfir sumartímann -vinna með innlendum og erlendum fugla- og náttúruverndarsamtökum svo sem BirdLife International -aðstoða og standa að rannsóknum á fuglum og búsvæðum þeirra en félagið var upphaflega stofnað í kringum örninn og verndun hans -koma fram gagnvart stjórnvöldum landsins og öðrum aðilum t.d. með því að þrýsta á styttingu veiðitíma þegar við á og vernda mikilvæg búsvæði fugla. Heimasíða félagsins er fuglavernd.is.
  • Gjafa- og styrktarsj. Heila- og taugaskurðdeildar LSH

    Gjafa- og styrktarsj. Heila- og taugaskurðdeildar LSH

    Sjóður til að efla heila- og taugaskurðdeild LSH. Endurmenntun, tækjakaupa og rannsóknir
  • Gleym-mér-ei styrktarfélag

    Gleym-mér-ei styrktarfélag

    Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu.
  • Hjálparstarf kirkjunnar

    Hjálparstarf kirkjunnar

    Þegar þú hleypur fyrir Hjálparstarfið safnar þú fé til verkefnisins "Ekkert barn útundan" sem er átaksverkefni í upphafi skólaárs en þá aðstoðum við barnafjölskyldur sem búa við fátækt sérstaklega. Foreldrar barna og unglinga fá einnig styrki svo þau geti stundað íþróttir, listnám og tómstundastarf með jafnöldrum sínum.
  • Hjartaheill

    Hjartaheill

    Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983. Stofnfélagar voru 230 einstaklingar, flestir hjartasjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk. Árið 2012 var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill. Allt frá stofnun hafa samtökin beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum varðandi hjartasjúkdóma, veitt aðstoð og ráðgjöf og staðið fyrir margvíslegum umbótum í þágu hjartasjúklinga.
  • Hugrún geðfræðslufélag

    Hugrún geðfræðslufélag

    Hugrún, geðfræðslufélag var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Í dag taka fjölmargir nemendur úr Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri einnig þátt í starfsemi félagsins. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund. Stærsta verkefni Hugrúnar ár hvert er að ferðast um landið og halda geðfræðslufyrirlestra í framhaldsskólum, endurgjaldslaust. Starfsemi félagsins er haldið uppi af áhugasömum háskólanemendum sem brenna fyrir því að bæta vitneskju um geðheilbrigði, útrýma fordómum og styrkja ungmenni. Félagið er rekið á styrkjum, frjálsum framlögum og fjáröflunum, allur ágóði rennur í fræðslu ungmenna um geðheilbrigði.
  • Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

    Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

    Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis rekur þjónustumiðstöð á Akureyri sem veitir einstaklingum sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fræðslu, stuðning og ráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu. Í boði eru viðtöl hjá ráðgjafa, stuðningshópar og ýmis gagnleg námskeið. Starfssvæði félagsins er frá Siglufirði í vestri og austur að Stóru Tjörnum í Fnjóskadal. Starf félagsins byggir alfarið á stuðning einstaklinga, fyrirtækja og annara félagasamtaka. Takk fyrir stuðninginn. Þjónustumiðstöð félagsins er að Glerárgötu 34, 2. hæð. www.kaon.is
  • Krabbameinsfélag Árnessýslu

    Krabbameinsfélag Árnessýslu

    Krabbameinsfélag Árnessýslu er öflugt aðildarfélag KÍ sem vinnur markvisst að því að efla þjónustu í heimabyggð. Félagið er rekið af styrkjum og framlögum fyrirtækja, félagasamtaka og velunnara sem láta málefnið sig varða. Í þjónustunni er lög áhersla á félagslega og sálræna þætti í kjölfar krabbameinsgreiningar.
  • Krabbameinsfélag Austfjarða

    Krabbameinsfélag Austfjarða

    Krabbameinsfélag Austfjarða er góðgerðarfélag sem styður við hagsmuni krabbameinsgreindra og aðstandenda og þjónustar svæðið sem telur Fjarðabyggð og Djúpavog. Félagið hefur það að markmiði að berjast í hvívetna gegn krabbameini með forvörnum, stuðningi við rannsóknir, þróun á lækningaraðferðum og endurnýjun á lækningatækjum. Félagið veitir stuðning og ráðgjöf til félaga sinna og fjölskyldna þeirra, sem greinst hafa með krabbamein og eru eða hafa verið í þeirri baráttu og greiðir til dæmis niður dvalarkostnað og aksturstyrk sjúklinga þegar þeir þurfa að dvelja til lengri tíma fjarri heimilum sínum. Félagið rekur skrifstofu þar sem starfar ráðgjafi. Félagið býður krabbameinsgreindum einnig upp á sálfræðiþjónustu, fjölskylduráðgjöf, markþjálfun og árskort í sund sem og að halda úti karla og konuhópi fyrir krabbameinsgreinda.
  • Krabbameinsfélagið

    Krabbameinsfélagið

    Krabbameinsfélagið leiðir baráttuna gegn krabbameinum á Íslandi og lætur sig allt varða sem tengist krabbameinum. Starf félagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Aðeins með þinni aðstoð getum við unnið að rannsóknum á krabbameini, veitt ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna án endurgjalds og unnið að forvörnum fyrir komandi kynslóðir. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
  • Krabbameinsfélagið Sigurvon

    Krabbameinsfélagið Sigurvon

    Starfsvæði félagsins nær yfir norðanverða Vestfirði og megintilgangur þess að styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini. Sigurvon rekur þjónustumiðstöð á Ísafirði, sem einstaklingar með krabbamein og aðstandendur þeirra geta leitað til og fengið hvers kyns stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Eitt af mikilvægustu markmiðum Sigurvonar er að styðja fjárhagslega við einstaklinga sem glíma við krabbamein. Fjárhagsleg byrgði þeirra sem veikjast er mikil og þá ekki síst þeirra sem búa á landsbyggðinni. Því er mikilvægt að svæðisfélag eins og Sigurvon geti ræktað hlutverk sitt af alúð, með dyggri aðstoð samborgaranna. Hægt er að lesa meira um félagið hér og á facebook síðunni þeirra.
  • Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

    Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

    Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
  • Kubuneh (Allir skipta máli)

    Kubuneh (Allir skipta máli)

    Allir skipta máli tók um áramótin 2020/2021 við rekstri á heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Í því felst m.a að greiða laun starfsfólks og lyf fyrir sjúklinga. 12-15.000 manns hafa aðgang að heilsugæslunni. Til að fjármagna þetta verkefni rekur félagið verslun við Vestmannabraut 37 í Vestmannaeyjum og selur þar föt með sögu sem gefin er til verkefnisins. Verslunin ber nafnið Kubuneh eins og þorpið. Félagið borgar einnig fyrir menntun starfsfólks. Verkefni á vegum félagsins sem leggur áherslu á fræðslu fyrir stúlkur um blæðingar og kvennlíkamann hefur verið í gangi síðan 2019 í þorpinu. Stúlkurnar fá afhenda poka sem innihalda fjölnota dömubindi og fleirra.
  • Landvernd

    Landvernd

    Landvernd er málsvari náttúrunnar. Hjálpaðu okkur að standa vörð um einstaka íslenska náttúru.
  • Líf styrktarfélag

    Líf styrktarfélag

    Líf, styrktarfélag, var stofnað 7.desember 2009 og hefur það meginmarkmið að styðja við og styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.
  • Ljónshjarta – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri

    Ljónshjarta – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri

    Makamissir í blóma lífsins er eitt mesta áfall sem hægt er að verða fyrir á lífsleiðinni. Það tekur mjög á að vera í djúpri sorg og sinna á sama tíma börnum og heimili. Stuðningsfélagið Ljónshjarta var stofnað í nóvember 2013 og hefur það meginmarkmið að aðstoða og styðja við ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri. Það er gert með jafningjastuðningi, fræðslu, upplýsingaöflun og samveru.
  • Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

    Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

    Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
  • Lungnasamtökin

    Lungnasamtökin

    Lungnasamtökin voru stofnuð 1997 til að vinna að velferðar- og hagsmunamálum lungnasjúklinga m.a. með því að halda uppi öflugri félagsstarfsemi, stuðla að fræðslu og rannsóknum á lungnasjúkdómum og afleiðingum þeirra, efla forvarnarstarf og vinna að ráðgjöf og upplýsingamiðlun varðandi réttindi lungnasjúklinga.
  • Magni

    Magni

    Sjóður til styrktar vísindastarf á Landspítala.
  • Mia Magic

    Mia Magic

    Mia Magic er góðgerðarfélag sem stofnað var 1. febrúar 2021. Mia Magic einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur, bókin Mía fær lyfjabrunn og Mía fer í tívolí, eftir þær Þórunni Evu og Bergrúnu Írisi hafa slegið í gegn og er á döfinni að gefa út fleiri bækur.
  • Minningagjafasjóður Landspítala

    Minningagjafasjóður Landspítala

    Minningasjóður Landspítala
  • Minningar- og styrktarsj. blóð- og krabbameinslækningadeilda

    Minningar- og styrktarsj. blóð- og krabbameinslækningadeilda

    Sjóður til styrktar Blóð og krabbameinsdeilda Landspítala
  • Minningarsjóður Gunnars Karls

    Minningarsjóður Gunnars Karls

    Minningarsjóður Gunnars Karls er stofnaður til minningar um Gunnar Karl Haraldsson sem lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein. En hann glímdi við sjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) alla sína ævi og hafði hann mikil áhrif á lífsgæði hans. Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli hans á lofti með því að styrkja einstaklinga með fötlun til náms, tómstunda og íþróttaiðkunar og verkefni/málefni sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu.
  • Minningarsjóður hjartadeildar

    Minningarsjóður hjartadeildar

    Sjóður til styrktar Hjartadeildar Landspítala
  • Minningarsjóður Hróars

    Minningarsjóður Hróars

    Ungmennafélagið Þróttur og Nesbúegg stofnuðu minningarsjóð Hróars. Baldvin Hróar sem lést 9. júlí 2020 var virkur félagi í starfi Ungmennafélagsins Þróttar og var formaður félagsins 2017 til 2019. Markmið sjóðsins er að styrkja efnaminni iðkendur til þátttöku í starfi barna- og unglingastarfs Þróttar, styrkja iðkendur um mótagjöld, ferðakostnað vegna keppnisferða og veita styrki til kaupa á æfingabúnaði, til að mynda á skóm og æfingafatnaði í tengslum við stærri mót.
  • Minningarsjóður Jennýjar Lilju

    Minningarsjóður Jennýjar Lilju

    Þann 24 október 2015 lést Jenný Lilja af slysförum aðeins 3 ára gömul. Fjölskylda Jennýjar Lilju stofnuðu minningarsjóð í minningu hennar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, vinahópa/vinnufélaga til að sækja sér fræðslu og einnig viðbragðsaðila til tækjakaupa.
  • Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara

    Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara

    Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara veitir framúrskarandi tónlistarmönnum verðlaun. Ásetningur sjóðsstjórnar er að verðlaunaupphæðin skipti styrkþegann verulegu máli og veiti honum aukið svigrúm til að helga sig spennandi verkefnum á sviði tónlistar. Minningarsjóðurinn var stofnaður af ættingjum Kristjáns Eldjárns, vinum og samstarfsmönnum eftir að hann lést 22. apríl 2002 tæplega þrítugur að aldri. Þegar hafa 13 framúrskarandi tónlistarmenn fengið verðlaun úr sjóðnum. Nánari upplýsingar á eldjarn.is
  • Minningarsjóður Líknardeildar og Heimahlynningar

    Minningarsjóður Líknardeildar og Heimahlynningar

    Sjóður til styrktar Líknardeildar og heimahlynningu Hera
  • Minningarsjóður Mikaels Rúnars

    Minningarsjóður Mikaels Rúnars

    Minningarsjóðurinn var stofnaður 2019 til að heiðra minningu Mikaels Rúnars Jónssonar sem lést af slysförum 1. apríl 2017 aðeins 11 ára gamall.
  • Minningarsjóður Ölla

    Minningarsjóður Ölla

    Minningarsjóður Ölla var stofnaður til minningar um körfuknattleiksmanninn Örlyg Aron Sturluson sem lést af slysförum árið 2000 aðeins 18 ára gamall. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Sjóðurinn veitir styrki fyrir æfingagjöldum, búnaði og keppnis- og æfingaferðum.
  • MND á Íslandi

    MND á Íslandi

    Hlutverk félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun, eða öðrum vöðva og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar. Einnig fjölskyldum þeirra og fagfólki sem vinnur að málefnum þessa hóps.
  • MS-félag Íslands

    MS-félag Íslands

    MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flestir á aldrinum 20-40 ára. MS-félagið veitir jafnt MS-greindum sem aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Þinn stuðningur er ómetanlegur í starfi félagsins.
  • Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

    Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

    Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna, meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og tilfinningalegum þörfum hennar, t.d. á upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
  • Örninn - Minningar og styrktarsjóður

    Örninn - Minningar og styrktarsjóður

    Örninn styður börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára sem hafa misst foreldri eða annan náin ástvin.
  • Parkinsonsamtökin

    Parkinsonsamtökin

    Parkinsonsamtökin og Taktur miðstöð Parkinsonsamtakanna eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Þar er boðið upp á faglega ráðgjöf og þjónusta fyrir fólk með parkinson, skylda sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Í Takti er lögð áhersla á heildræna og samfellda endurhæfingu með sérhæfðri sjúkraþjálfun, ráðgjöf, fræðslu, stuðningi og námskeiðum. Allar nánari upplýsingar má finna á www.parkinson.is. Takk fyrir að hlaupa og safna áheitum fyrir Parkinsonsamtökin og Takt.
  • PCOS samtök Íslands

    PCOS samtök Íslands

    PCOS samtök Íslands voru stofnuð haustið 2021. Tilgangur félagsins er að veita fólki með einkenni PCOS og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að bæta aðgengi einstaklinga sem greinast með PCOS að upplýsingum um réttindi þeirra og möguleg meðferðarúrræði. Þá er markmið félagsins að stuðla að aukinni almennri þekkingu á PCOS meðal almennings og fagaðila/yfirvalda.
  • Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir.

    Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir.

    Píetasamtökin - forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða
  • Rannsóknarsjóður Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á Landspítala (LSH)

    Rannsóknarsjóður Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á Landspítala (LSH)

    Sjóður til að efla rannsóknir á Barna- og unglingadeild á Landspítala (BUGL)
  • Rannsóknarsjóður blæðaramiðstöðvar LHS

    Rannsóknarsjóður blæðaramiðstöðvar LHS

    Sjóður til að efla rannsóknir á sviði blóðstorkumeina. Endurmenntun, tækjakaup og rannsóknir.
  • Rannsóknarsjóður Grensásdeildar

    Rannsóknarsjóður Grensásdeildar

    Sjóður til styrktar Grensásdeildar Landspítala
  • Rannsóknarsjóður í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum

    Rannsóknarsjóður í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum

    Sjóður til að efla rannsóknir í fæðinga-,kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum á Landspitala
  • Rannsóknarsjóður lungna- og ofnæmislækna á LHS

    Rannsóknarsjóður lungna- og ofnæmislækna á LHS

    Sjóður til að efla rannsóknir á sviði lugnasjúkdóma og ofnæmissjúkdóma. Endurmenntun, tækjakaup og rannsóknir
  • Rannsóknarsjóður þvagfæraskurðdeildar

    Rannsóknarsjóður þvagfæraskurðdeildar

    Sjóður til að efla rannsóknir á sviði þvagfæraskurðlækninga
  • Ranns.sjóður um samst Siemens og myndgr deildar

    Ranns.sjóður um samst Siemens og myndgr deildar

    Sjóður til að efla rannsóknir á sviði myndgreiningarrannsókna.
  • Römpum upp Ísland

    Römpum upp Ísland

    1500 nýjir rampar! Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi . Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Sjóðurinn tekur við framlögum einstaklinga, fyrirtækja, samtaka og stofnana sem vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra um allt land.
  • Samtökin '78 - félag hinsegin fólks á Íslandi

    Samtökin '78 - félag hinsegin fólks á Íslandi

    Samtökin ‘78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi. Við veitum fræðslu um hinsegin málefni í skólum og á vinnustöðum, veitum ókeypis ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda, berjumst fyrir réttarbótum með bættri lagasetningu, veitum hinsegin hælisleitendum stuðning, höldum viðburði þar sem hinsegin fólki og hinsegin menningu er fagnað og svo ótal margt fleira. Það eina sem setur starfi okkar mörk er skortur á fjármagni og þess vegna viljum við biðja þig að safna áheitum fyrir Samtökin ‘78 í ár. Vertu með okkur í liði! Gerum Ísland að enn betri stað fyrir allt hinsegin fólk.
  • Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra

    Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra

    Hlutverk Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra félagsmanna sinna og eftir atvikum annarra fatlaðra á öllum sviðum þjóðlífsins, þá sérstaklega með því að tryggja aðgengi að umhverfi, menntun, atvinnu og upplýsingum.
  • Sjóðurinn Blind börn á Ísland

    Sjóðurinn Blind börn á Ísland

    Hlutverk sjóðsins Blind börn á Íslandi er að styrkja blind og sjónskert börn allt að átján ára aldri til kaupa á ýmsu því sem getur orðið þeim til aukins þroska og ánægju í lífinu. Þar á meðal eru sérhönnuð leikföng, leiktæki, hljóðfæri, tölvur og annað slíkt sem opinberir aðilar styrkja ekki foreldra til kaupa á. Sérhönnuð leikföng og leiktæki eru oft mjög dýr. Sjóðurinn var stofnaður sumarið 1992 af umsjónarmönnum útvarpsþáttarins „Tveir með öllu“.
  • Slysavarnafélagið Landsbjörg

    Slysavarnafélagið Landsbjörg

    Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring.
  • Sorgarmiðstöð

    Sorgarmiðstöð

    Sorgarmiðstöð er félag sem starfar í almannaþágu, án hagnaðarsjónarmiða og býður stuðning, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Við leggjum áherslu á að mæta fólki á persónulegan og hlýjan hátt. Meðal þess sem hefur gagnast fólki vel í sorgarúrvinnslu er að taka þátt í stuðningshópastarfinu okkar. Þú finnur þinn hóp undir „stuðningshópastarf“ á heimasíðunni www.sorgarmidstod.is Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi. Sorgarmiðstöð bendir einnig á aðildarfélög sín: Ný Dögun, Gleym mér ei og Ljónshjarta. Hægt er að hlaupa fyrir öll þessi félög og styðja þannig við bakið á syrgjendum sem eru að fóta sig á ný í breyttu lífi.
  • Stígamót

    Stígamót

    Stígamót eru samtök sem vinna gegn kynferðisofbeldi. Á Stígamótum er boðið upp á stuðningsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir fólk af öllum kynjum sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Stígamót halda einnig úti öflugri fræðslu fyrir skólahópa og almenning og stunda virka hagsmunagæslu til að búa til betra samfélag án kynferðisofbeldis.
  • Stofnfrumusjóður Blóðbankans

    Stofnfrumusjóður Blóðbankans

    Sjóður til styrktar verkefna sem tengjast stofnfrumugjafaskrám, stofnfrumubönkum og rannsóknum á stofnfrumum.
  • Styrkja óháð félagi

    Styrkja óháð félagi

    Ef þú ert óviss um hvaða góðgerðarfélag þú vilt styrkja þá er hægt að stykja þau öll. Þegar áheitasöfnun er lokið dreifast þessi áheit jafnt á öll þau félög sem hafa safnað á þessu ári.
  • Styrktarfélag Klúbbsins Geysis

    Styrktarfélag Klúbbsins Geysis

    Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International sem snýst um að efla hæfileika og styrk þeirra sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða. Með því að gefa hverjum og einum tækifæri til að nýta sínar sterku hliðar þjálfast viðkomandi til fjölbreyttrar þátttöku í samfélaginu. Í störfum innan Klúbbsins Geysis er lögð áhersla á stuðning og virðingu og horft á styrkleika í stað þess að einblína á sjúkdóminn eða það sem hamlar. Allir sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða geta orðið félagar í Klúbbnum. Nánari upplýsingar á kgeysir.is
  • Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

    Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

    Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
  • Styrktar- og rannsóknarsjóður v/líffæragjafa

    Styrktar- og rannsóknarsjóður v/líffæragjafa

    Sjóður til að efla rannsóknir vegna líffæragjafa
  • Styrktar- og verðlaunasjóður Bent Scheving Thorsteins

    Styrktar- og verðlaunasjóður Bent Scheving Thorsteins

    Markmið sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek og rannsóknir á sviði hjarta- og lugnalæknina.
  • Styrktarsjóður barna- og unglingageðdeildar

    Styrktarsjóður barna- og unglingageðdeildar

    Sjóður til styrktar Barna- og unglingadeildar Landspítala (BUGL)
  • Styrktarsjóður bráðasviðs

    Styrktarsjóður bráðasviðs

    Sjóður til styrktar bráðasviðs Landspítala
  • Styrktarsjóður geðsviðs

    Styrktarsjóður geðsviðs

    Sjóður til styrktar geðsviðs Landspítala
  • Styrktarsjóður gjörgæslu

    Styrktarsjóður gjörgæslu

    Sjóður til styrktar gjörgæsludeildar Landspítala
  • Styrktarsjóður Landspítala

    Styrktarsjóður Landspítala

    Sjóður til styrktar Landspítala
  • Styrktarsjóður lyflækninga

    Styrktarsjóður lyflækninga

    Sjóður til styrktar lyflækningasviðs Landspítala
  • Styrktarsjóður öldrunar

    Styrktarsjóður öldrunar

    Sjóður til styrktar öldrunarsviðs Landspítala
  • Styrktarsjóður skurðlækningadeildar

    Styrktarsjóður skurðlækningadeildar

    Sjóður til styrktar skurðlækningasviðs Landspítala
  • Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins hjá Landspítalasjóði

    Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins hjá Landspítalasjóði

    Sjóður til efla rannsóknir á ristillkrabbameini. Endurmenntun, tækjakaup og rannsóknir
  • Sveinssjóður, minningarsjóður um Svein Zoëga

    Sveinssjóður, minningarsjóður um Svein Zoëga

    Sjóður til að styrkja og efla starfsemi Rjóðursins.
  • Tourette-samtökin á Íslandi

    Tourette-samtökin á Íslandi

    Tourette-samtökin á Íslandi voru stofnuð haustið 1991. Stofnaðilar voru 40, en nú 30 árum síðar, eru um 300 félagsmenn í samtökunum. Yfirleitt tilheyrir ein fjölskylda hverjum félagsmanni, sama hvort einn í fjölskyldu er með Tourette eða fleiri. Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni TS-einstaklinga og fjölskyldna þeirra.
  • Trans Ísland

    Trans Ísland

    Trans Ísland er félag trans fólks á Íslandi. Félagið er málsvari, stuðningssamtök og baráttusamtök fyrir réttindum trans fólks hérlendis.
  • UN Women á Íslandi

    UN Women á Íslandi

    UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti kynjanna og eflingu kvenna. UN Women styrkir verkefni sem miða að því að binda endi á ofbeldi gegn konum, draga úr fátækt og að efnahagslegri og pólitískri valdeflingu auk þess að veita konum sjálfsögð mannréttindi. UN Women vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að þegar konur eru heilbrigðar, menntaðar og þátttakendur í hagkerfinu nái ávinningurinn til barna þeirra, samfélaga og þjóða. Stofnunin treystir alfarið á frjáls framlög frá ríkisstjórnum, fyrirtækjum og einstaklingum.
  • Villikettir

    Villikettir

    Megintilgangur félagsins er að láta sig varða velferð útigangs- og villikatta á Íslandi og einnig að kortleggja villikattasvæðin. Félagið er rekið í sjálfboðavinnu dýravina. Félagið mun sjá um að fanga og gelda kettina í skv. TNR (Trap-neuter-return). Með hjálp sjálfboðaliða eru skipulagðar fæðugjafir og byggð skjól. Hægt er að leggja hönd á plóg með því að hafa samband við félagið í gengum FB síðu félagsins www.facebook.com/villikettir.
  • Vísinda- og göngudeildarsjóður gigtlækninga á LSH

    Vísinda- og göngudeildarsjóður gigtlækninga á LSH

    Sjóður til að efla starfsemi göngudeildar gigtlækninga. Endurmenntun, tækjakaup og rannsóknir
  • Það er Von

    Það er Von

    Það er von félagasamtökin voru stofnuð í ágúst 2019 og hafa unnið markvisst í þágu fólks með fíknivanda með margvíslegum hætti. Það er von standa fyrir vitundarvakningu, aukinni umræðu og sýnileika fólks með fíknivanda.

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Bændaferðir / Hey Iceland
  • Gatorade