Hlaupastyrkur

Góðgerðafélögin

Málefnin sem hægt er að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru fjölmörg. Finnir þú ekki félagið sem stendur þér næst getur þú bent því á að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á aheit@marathon.is. Góðgerðarfélög hafa til 1. ágúst til að sækja um þátttöku. Til að skrá sig inná síðu góðgerðarfélagsins sem þú ert í forsvari fyrir ferðu inná corsa! Hér eru leiðbeiningar fyrir þau góðgerðarfélög sem lenda í vandræðum.

    ABC Barnahjálp

    ABC Barnahjálp

    ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988. Tugþúsundir barna hafa notið góðs af gjafmildi Íslendinga og komist til mennta á þessum 35 árum sem ABC barnahjálp hefur starfað. ABC barnahjálp starfar nú í 6 löndum Asíu og Afríku og styrkir þúsundir barna til náms og búa mörg þeirra á heimavistum. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og mat. Við hjá ABC erum óendanlega þakklát stuðningnum í gegnum 35 ár og þökkum það traust sem okkur hefur verið sýnt. Innilegar þakkir til allra sem vilja styðja við starfið í gegnum Reykjavíkurmaraþonið. Mennt er máttur, enginn annar þáttur er jafn áhrifaríkur í baráttunni gegn fátækt.
    Nánar
    ADHD samtökin

    ADHD samtökin

    Í meira en 35 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
    Nánar
    Æfingastöðin

    Æfingastöðin

    Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Á Æfingastöðinni starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna. Veitt er ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. Í náinni samvinnu við fjölskyldu barnsins eru sett einstaklingsmiðuð markmið sem taka mið af aðstæðum, áhuga og framtíðarsýn einstaklingsins og fjölskyldunnar.
    Nánar
    Áfram besta kona, félagasamtök

    Áfram besta kona, félagasamtök

    Áfram besta kona er styrktarsjóður fyrir kæra vinkonu, systur, dóttur, móður og frænku; Hjördísi Árnadóttur. Styrktarsjóðnum er ætlað að styrkja Hjördísi til að kaupa lífsnauðsynleg hjálpar- og farartæki sem gera henni kleift að taka fullan þátt í lífi og samfélagi.
    Nánar
    Afstaða til ábyrgðar

    Afstaða til ábyrgðar

    Afstaða er félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og endurhæfingu.
    Nánar
    AHC samtökin

    AHC samtökin

    AHC samtökin voru stofnuð árið 2009 í þeim tilgangi að finna lækningu við Alternating Hemiplegia of Childhood
    Nánar
    Alzheimersamtökin

    Alzheimersamtökin

    Munum leiðina.... Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst. Munum leiðina...
    Nánar
    Andartak — Cystic Fibrosis samtökin á Íslandi

    Andartak — Cystic Fibrosis samtökin á Íslandi

    Andartak er styrktarfélag fyrir einstaklinga á Íslandi sem eru með slímseigjusjúkdóm. Slímseigjusjúkdómur (Cystic Fibrosis) er arfgengur víkjandi sjúkdómur sem veldur galla í CFTR geni. Þessi galli hefur áhrif á slímhúð í ýmsum líffærum en allt slím sem líkaminn framleiðir verður of þykkt og seigt sem veldur því að bakteríur eiga auðveldara með að setjast í slímið og valda sýkingum.
    Nánar
    Astma- og ofnæmisfélag Íslands

    Astma- og ofnæmisfélag Íslands

    Astma- og ofnæmisfélag Íslands var stofnað árið 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi. Einnig vinnur félagið að málefnum er snúa að loftgæðum, innan og utanhúss. Félagið talar máli sjúklinga með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðismála, kennslumála og við aðra áhrifahópa í þjóðfélaginu. Félagið heldur úti fræðslu og upplýsingaflæði og er félagsmönnum innan handar er snýr að persónulegri ráðgjöf.
    Nánar
    Ástusjóður

    Ástusjóður

    Félagið er stofnað til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing. Markmið og tilgangur félagsins er að styrkja þau viðfangsefni sem henni voru hugleikin, þá sérstaklega mannréttindi, refsirétt, réttarfar og umhverfisrétt, sem og Slysavarnarfélagið Landsbjörg og björgunarsveitir vítt og breitt um landið.
    Nánar
    Átröskunarteymi Landspítalans

    Átröskunarteymi Landspítalans

    Átröskunarteymi Landspítala er þverfaglegt teymi sem sinnir greiningu og meðferð við átröskunum og öðrum meðkvillum fyrir 18 ára og eldri.
    Nánar
    Augnlækningasjóður Landspítalans

    Augnlækningasjóður Landspítalans

    Sjóður til styrktar endurmenntunar og vísindastörf í augnlækningum
    Nánar
    Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

    Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

    Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
    Nánar
    Bati Góðgerðarfélag

    Bati Góðgerðarfélag

    Batahús er áfanga og stuðningsúrræði fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjóðfélaginu eftir fangelsvist
    Nánar
    Bergid headspace

    Bergid headspace

    Bergið headspace er ráðgjafa og stuðningsþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi 12-25 ára. Bergið er staðsett á Suðurgötu 10 í Reykjavík. Bergið býður einnig upp á fjarþjónustu. Þjónusta Bergsins er ókeypis fyrir ungmenni og án takmarkana, það er ungmenna geta komið og fengið ráðgjöf og stuðning um hvað það er sem þau vilja ræða um.
    Nánar
    Birta - Landssamtök

    Birta - Landssamtök

    Birta Landssamtök eru samtök foreldra og forráðamanna sem misst hafa barn skyndilega. Félagið skilgreinir ekki aldur barna þar sem að börnin okkar eru alltaf börnin okkar. Félagið heldur úti opnum húsum einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Félagið stendur fyrir fræðslu/fyrirlestrum, leiðisskreytingardegi í desember auk þess að veita foreldrum styrki til m.a. hvíldardvalar, sálfræði- og lögfræðistyrk og útfararstyrk.
    Nánar
    Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis

    Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis

    Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá ráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómstólaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017
    Nánar
    Bjarmahlíð, þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

    Bjarmahlíð, þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

    Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir einstaklinga frá 16 ára aldri sem hafa verið beittir ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar. Bjarmahlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu. Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf er i boði svo og tenging við aðra þjónustu sem er til staðar, þ.m.t velferðarþjónustu sveitafélaganna og heilsugæslu. Markmiðið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið.
    Nánar
    Björgunarsveit Hafnarfjarðar

    Björgunarsveit Hafnarfjarðar

    Björgunarsveit Hafnarfjarðar starfar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er ein af stofneiningum félagsins. ​Kallmerki sveitarinnar er SPORI. ​Sveitin starfar á flestum vettvöngum björgunarstarfs og býr sig þannig undir það að geta brugðist við hvers konar vá, hvort sem er á landi eða sjó. Starfsemina má deila niður í þrjá megin flokka: land-, sjó- og tækjaflokk. Hver starfar á sínu sviði og heldur utan um eigin dagskrá. Félagar sveitarinnar leggja mikið á sig til þess að halda sér, jafnt sem tækjum og búnaði í sem allra besta ástandi svo hægt sé að bregðast skjótt við þegar þörf skapast.
    Nánar
    Björgunarsveitin Kyndill

    Björgunarsveitin Kyndill

    Leit og björgun í Skaftárhreppi.
    Nánar
    Björgunarsveitirnar Dagrenning og Bróðurhönd

    Björgunarsveitirnar Dagrenning og Bróðurhönd

    Björgunarsveitirnar Dagrenning og Bróðurhönd eru staðsettar í Rangarþingi eystra. Öflugur hópur sjálfboðaliða sem aðstoðar þegar þörf er á.
    Nánar
    Björt sýn - styrktarfélag

    Björt sýn - styrktarfélag

    Björt sýn er styrktarfélag fyrir TAKK munaðarleysingjaheimilið í Homa bay sýslu í Kenía.
    Nánar
    Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi

    Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi

    Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er samfélagslegt afl – mannréttindasamtök - sem berst fyrir að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi, og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélagsins.
    Nánar
    Blóðbanki Landspítala

    Blóðbanki Landspítala

    Sjóður til styrktar Blóðbankanum
    Nánar
    Blóð-og krabbameinslækningadeild 11EG

    Blóð-og krabbameinslækningadeild 11EG

    Sjóður til styktar Blóð-og krabbameinslækningadeildar 11EG Landspítala
    Nánar
    Brakkasamtökin

    Brakkasamtökin

    Brakkasamtökin voru stofnuð árið 2015 og hafa starfað síðan með hagsmunabaráttu BRCA arfbera að leiðarljósi. Tilgangur Brakkasamtakanna er að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og öðrum meinvaldandi breytingum sem auka líkur á krabbameini í vissum líffærum. Einnig að og veita arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning. Brakkasamtökin eru góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum og allir stjórnarmenn eru ólaunaðir og gefa vinnu sínu í þágu samtakanna.
    Nánar
    Breið bros

    Breið bros

    Breið bros, samtök aðstandenda barna með skarð í vör og góm, voru stofnuð í nóvember 1995. Félagsmenn eru foreldrar barna sem fæðast með skarð í vör og/eða góm eða önnur andlitslýti, fagfólk og ýmsir þeir sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið. Tilgangur Breiðra brosa er að starfa að hinum ýmsu málefnum barna sem fæðast með skarð í vör og/eða góm eða önnur andlitslýti. Í því felst meðal annars stuðningur við foreldra barna með skarð með öflugu tengslaneti, vinna að fræðslumálum og vinna að hagsmuna- og réttindamálum barnanna.
    Nánar
    Bumbuloní góðgerðafélag

    Bumbuloní góðgerðafélag

    Bumbuloní góðgerðafélag til stuðnings langveikum börnum.
    Nánar
    Cardio-Facio-Cutaneous (CFC) heilkennið

    Cardio-Facio-Cutaneous (CFC) heilkennið

    Að safna fé til rannsókna á Cardio-Facio-Cutaneous (CFC) heilkenninu í þeim tilgangi að finna lækningu. Breki er 20 ára og er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem greinist með þennan erfðasjúkdóm. Síðan hafa tvö önnur börn verið greind með heilkennið hér á landi. CFC heilkennið er eitt af sjaldgæfustu heilkennum í heiminum, en aðeins um 800 einstaklingar eru með staðfest CFC heilkenni. Heilkennið veldur ákveðnum útlitseinkennum og alhliða þroskahömlunum, td. eru þau með stórt höfuð, áberandi enni, krullað hár, hnökrahúð, seinkun í hreyfi-, vitsmuna- og málþroska ásamt ýmsum hjartagöllum og lítilli vöðvaspennu. Þau þurfa mikla umönnun, sérkennslu og þjálfun. Með rannsóknum og þróun á lyfi er hægt að lækna sjúkdóminn.
    Nánar
    CCU samtökin

    CCU samtökin

    CCU samtökin voru stofnuð í október 1995 og eru hagsmunasamtök einstaklinga með Svæðisgarnabólgu - Crohn’s sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa. Helstu markmið samtakanna er að styðja við þá sem greinast og stuðla að aukinni almennri fræðslu. Frekari upplýsingar um samtökin og sjúkdómanna má finna á heimasíðu CCU; www.ccu.is.
    Nánar
    Child Health Community Centre

    Child Health Community Centre

    Tilgangur CHCC Tilgangur og markmið félagsins er að betrumbæta líf munaðarlausra barna, barna sem hafa verið yfirgefin, barna sem eiga líkamlega og/eða andlega fatlaða foreldra og barna sem koma frá mjög fátækum heimilum í Norður – Úganda, Kitgum. CHCC í Kitgum var stofnað árið 2017 en á Íslandi árið 2021. CHCC samtökin á Íslandi útvega börnum á skrá hjá CHCC í Norður – Úganda stuðningsforeldra frá Íslandi, sem styrkja barnið með mánaðarlegu framlagi sem notað er til að útvega barninu mat og fylgst er með malaríu.
    Nánar
    CLF á Íslandi

    CLF á Íslandi

    CLF á Íslandi styður við menntun stúlkna í Úganda sem koma úr erfiðum félagslegum aðstæðum svo sem vegna fátæktar, foreldramissis eða annarra ástæðna. CLF hafa stutt yfir 2000 stúlkur til náms. CLF skólinn býður stúlkunum uppá bóklegu og verklega menntun sem eykur atvinnumöguleika og hjálpar þeim að standa á eigin fótum.
    Nánar
    CMT4A Styrktarsjóður Þórdísar

    CMT4A Styrktarsjóður Þórdísar

    CMT4A sjúkdómurinn veldur stigvaxandi lömun í útlimum, en einnig getur hann valdi þindarlömun og lömun á raddböndum. Flestir einstaklingar með CMT4A eru farnir að nota hjólastól við 10-20 ára aldur. Þórdís er 15 ára stúlka með CMT4A. Tilgangur félagsins er að afla fjár til að styrkja rannsókir á CMT4A sjúkdómnum í þeim tilgangi að finna lækningu og jafnframt til að styrkja Þórdísi vegna ýmissa fjárútláta sem leiða af sjúkdómnum t.d. kaup á biðfreið, hjálpartækjum og ferðakostnað vegna rannsókna og/eða meðferða við CMT4A.
    Nánar
    CP félagið

    CP félagið

    CP félagið er félag einstaklinga með Cerebral Palsy (CP) og aðstandendur þeirra en félagið var stofnað árið 2001. CP er stórt regnhlífarhugtak og er notað yfir marga kvilla sem valda seinkun á hreyfiþroska og líkamsstellingu hjá börnum og einstaklingum. Þeir sem greinast með CP eru jafn ólíkir og þeir eru margir og birtingarmynd fötlunarinnar er ólík. Félagið leggur áherslu á að vera til staðar fyrir félagsmenn, veita fræðslu, standa fyrir viðburðum og opna umræðu um CP og áhrif þess. Áheit til félagsins verða eyrnamerkt styrktarsjóði félagsins, Mannefli, en fara ekki í daglegan rekstur.
    Nánar
    Dagur - Hjálpartækjasjóður Dags Kára

    Dagur - Hjálpartækjasjóður Dags Kára

    Dagur Kári Kristinsson er lífsglaður 17 ára drengur. Hann er með sjaldgæfan galla í geni CPSF3, sem lýsir sér í mjög lágri vöðvaspennu og þroskaskerðingu auk flogaveiki. Dagur Kári situr ekki uppréttur og á erfitt með að halda höfði, hann talar lítið og tjáir sig mest með svipum og hljóðum. Hann fer sinna ferða utandyra í hjólastól með hjálp fjölskyldunnar. Markmið félagsins er að safna í sjóð til þess að létta líf hans, skemmta, veita honum gleði og fjárhagslega stuðning til að takast á við þær áskoranir sem eru framundan í lífi hans.
    Nánar
    Diabetes Ísland – félag fólks með sykursýki

    Diabetes Ísland – félag fólks með sykursýki

    Aðalstarf félagsins felst í fræðslu. Fræðsla til almennings um sykursýki og hvernig má minnka líkur á að fá hana, fyrsta stigs forvarnir. Fræðsla til sykursjúkra um hvernig má lifa sem best með sykursýki og minnka líkur á fylgikvillum sjúkdómsins, annars stigs forvarnir. Við gefum út prentað fræðsluefni og við gefum út á netinu. Þess utan er svo félagsstarf fyrir okkar félagsmenn, bæði fræðsla og skemmtun.
    Nánar
    DM félag Íslands

    DM félag Íslands

    DM félag Íslands er hagsmunafélag sjúklinga með DM sjúkdóminn (Myotonic dystrophy) og aðstandenda þeirra. DM er erfðasjúkdómur og algengasti vöðvarýrnunarsjúkdómurinn í fullorðnum þó sjaldgæfur sé. Engin lækning er til við sjúkdómnum, einungis er hægt að meðhöndla og milda einkenni hjá þeim sem greinast með hann. Helstu markmið DM félags Íslands eru að veita sjúklingum og aðstandendum stuðning, auðvelda aðgang að upplýsingum og fræðslu um DM sjúkdóminn og stuðla að aukinni þekkingu fagfólks og annarra á sjúkdómnum.
    Nánar
    Downs félagið

    Downs félagið

    Tilgangur Félags áhugafólks um Downs heilkenni er að stuðla að velferð og réttindum einstaklinga með Downs-heilkenni og standa að fræðslu til félagsmanna og almennings. Markmið félagsins er að efla tengsl og samkennd milli félagsmanna og vera vettvangur þar sem fjölskyldur og aðstandendur koma saman, miðla af reynslu sinni og hafa gaman! Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Má þar nefna fræðslufundi, ráðstefnur og skemmtanir. Heimasíða félagsins er www.downs.is Allt starf félagsmanna í þágu félagsins er unnið í sjálfboðavinnu.
    Nánar
    Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki

    Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki

    Dropinn skipuleggur sumarferðir á hverju ári fyrir börn og unlinga með sykursýki sem og samkomur þar sem fjölskyldur barna með sykursýki hittast.
    Nánar
    Duchenne Vöðvarýrnun á Íslandi

    Duchenne Vöðvarýrnun á Íslandi

    Duchenne vöðvarýrnun (DMD) er erfðasjúkdómur sem einkennist af versnandi hrörnun og máttleysi í vöðvum vegna breytinga á próteini sem kallast dystrophin sem hjálpar til við að halda vöðvafrumum ósnortnum. DMD er einn af fjórum sjúkdómum sem kallast dystrophinopathies.
    Nánar
    Dýrahjálp Íslands

    Dýrahjálp Íslands

    Dýrahjálp Íslands leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stefnir að því að stofna til þess dýraathvarf og að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við dýravernd. Þangað til hægt verði að stofna til slíks athvarfs mun félagið, með aðstoð sjálfboðaliða félagsins, leitast við að finna þeim dýrum sem annars væri lógað ný heimili, hvort sem það er fósturheimili til skamms tíma þar til framtíðarheimili finnst eða beint á varanlegt heimili.
    Nánar
    Einhverfusamtökin

    Einhverfusamtökin

    Einhverfusamtökin fta., voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú 1030. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig starfandi borðspilahópur og handavinnuhópur fyrir fullorðið einhverft fólk. Einnig er starfandi stuðningshópur fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.
    Nánar
    Einstök börn Stuðningsfélag barna og unglinga með sjaldgæfar greiningar

    Einstök börn Stuðningsfélag barna og unglinga með sjaldgæfar greiningar

    Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. í dag veitir félagið mikla þjónustu og bíður upp á fræðslur og hópastarf fyrir börn,foreldra og aðra í fjölskyldunni. Það teljast í dag um hátt í 800 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. Það eru yfir 500 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár. Rekstur félagsins er þungur þar sem fjölgun hefur verið mikil, þörf á þjónustu og úrræðum stór aukist og mikil orka fer í að aðstoða foreldra við að leita að aðstoð og finna úrræði sem henta börnum þeirra þar sem kerfið er flókið.
    Nánar
    Eitt líf - Minningarsjóður Einars Darra

    Eitt líf - Minningarsjóður Einars Darra

    Eitt líf - Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir ýmsum fræðslu-, forvarnar- og vitundarvakningar verkefnum sem vinna að bættri velferð, með áherslu á ungmenni. Allt starf er unnið með kærleika, samkennd, valdeflingu og samstöðu að vopni. Markmið: - Sporna við og draga úr misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og notkun annarra ávana- og fíkniefna - Stuðla að eflingu á verndandi þáttum í lífi einstaklinga, sér í lagi ungmenna - Stuðla að samstöðu og jákvæðum framförum í málefnum sem varða og/eða tengjast málaflokknum
    Nánar
    Ekki gefast upp! - Líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem glíma við kvíða og þunglyndi

    Ekki gefast upp! - Líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem glíma við kvíða og þunglyndi

    Við höfum verið starfandi síðan 2016 og erum hópur af átta einstaklingum sem brennum aðalega fyrir tvennt. Heilsurækt og að efla andlega líðan ungs fólks. Það eiga allir skilið að fá að upplifa þau jákvæðu áhrif sem að hreyfing getur gert fyrir andlega líðan. Fyrir börn og ungmenni er það einstaklega mikilvægt svo þau geti tekið jákvæða upplifun með sér fram á fullorðinsár. Námskeiðin okkar snúast um að finna gleðina aftur, oft á tíðum vegna þess að einstaklingurinn hefur ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi. Til að hægt sé að stunda líkamsrækt reglulega er afar nauðsynlegt að hún sé skemmtileg. Okkar markmið er að skapa gleði með hreyfingunni í umhverfi þarsem við reynum að lágmarka alla utanaðkomandi þætti sem geta verið kvíðavaldandi eða skapað neikvæða upplifun. Við aðlögum æfinguna af hverjum og einum, Því ef áhuginn á því að hreyfa sig er til staðar eiga allir eiga það skilið að fá að upplifa gleðina sem henni getur fylgt. Okkar markmið er að vera sá vettvangur.
    Nánar
    Empower Nepali Girls - Íslandsdeild

    Empower Nepali Girls - Íslandsdeild

    Empower Nepali Girls samtökin veita skólastyrki og annan stuðning til stúlkna sem annars myndu ekki fá tækifæri til að mennta sig.
    Nánar
    Endósamtökin

    Endósamtökin

    Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
    Nánar
    FC Sækó - Geðveikur fótbolti

    FC Sækó - Geðveikur fótbolti

    FC Sækó eða geðveikur fótbolti er félagsskapur fólks sem eru eða hafa verið notendur eða starfsmenn geðheilbrigðiskerfisins. FC Sækó spilar fótbolta 3x í viku og hefur það að markmiði að fara erlendis til að kynnast samskonar úrræðum og keppa í fótbolta. FC Sækó safnar fyrir ferð á Dream Euro Cup 2024 sem verður haldið í Róm í september n.k.
    Nánar
    Félagasamtökin Iceland-Nepal

    Félagasamtökin Iceland-Nepal

    Iceland-Nepal hefur frá árinu 2013 fjármagnað rekstur barnaheimilis í Kathmandu Nepal. Stuðningsfjölskyldur og einstaklingar leggja til fé mánaðarlega og hafa virka yfirsýn um reksturinn í fb hóp. Á Íslandi eru engin rekstrargjöld greidd. Nú er safnað fyrir hjólum því reiðhjól eru frelsi og ferðamáti.
    Nánar
    Félag fósturforeldra

    Félag fósturforeldra

    Félag fósturforeldra gegnir mikilvægu hlutverki í stuðningi við fósturfjölskyldur. Það vinnur að því að bæta líf fósturfjölskyldna með því að veita fæðslu til félagsmanna, stuðla að samvinnu og efla tengslamyndun og jafningafræðslu. Félagið er einnig málsvari fósturforeldra, barna í fóstri og fósturfjölskyldna og vinnur að bættum aðstæðum fyrir hópinn. Að auki vinnur félagið að því að byggja upp jákvæða ímynd fósturmála og fræðir almenning um raunveruleika fósturfjölskyldna.
    Nánar
    Félagið Ísland-Palestína

    Félagið Ísland-Palestína

    Tökum höndum saman og berjumst fyrir vopnahléi á Gaza og frelsi í allri Palestínu! Félagið Ísland – Palestína styður baráttu palestínsku þjóðarinnar gegn hernámi og fyrir sjálfsákvörðunarrétti og rétti palestínsks flóttafólks til að hverfa aftur til síns heimalands.
    Nánar
    Félag Úkraínumanna á Íslandi

    Félag Úkraínumanna á Íslandi

    Tilgangur félagsins er: - að sameina Úkraínuáhugafólk - að kynna Úkraínsk menningu - að þróa og styrkja pólitískar, efnahagslegar og menningarlegar tengingar milli Úkraínu og Íslands
    Nánar
    Ferðasjóður Guggu

    Ferðasjóður Guggu

    Ferðasjóður Guggu safnar fjármunum til að styðja Guðrúnu Jónu Jónsdóttur til ferðalaga, tengdra útgjalda eða annarra verkefna. Guðrún Jóna er fjölfötluð og bundin við hjólastól eftir líkamsárás árið 1993 og þarfnast verulegs stuðnings við daglegt líf sem gerir ferðalög nokkuð dýr og flókin í framkvæmd.
    Nánar
    Foreldrajafnrétti

    Foreldrajafnrétti

    Áherslur félagsins lúta að réttindum barna til að þekkja og umgangast báða foreldra sína í samræmi barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
    Nánar
    FSMA á Íslandi

    FSMA á Íslandi

    FSMA á Íslandi er félag einstaklinga með SMA (Spinal Muscular Atrophy) og aðstandenda þeirra. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og styðja við framþróun í greiningu og meðferð sjúkdómsins. Að einstaklingar með SMA fái bestu mögulegu læknisþjónustu og aðgengi að lyfjum og meðferðum sem gagnast þeim í baráttunni við sjúkdóminn og bæta lífskjör þeirra. Þáttur í því er að miðla upplýsingum til almennings og til einstaklinga með SMA og efla vitund og skilning á aðstæðum félagsmanna.
    Nánar
    Fuglavernd

    Fuglavernd

    Fuglavernd vinnur að vernd fugla og búsvæða þeirra. Grunngildi Fuglaverndar er sjálfbærni og fræðsla sem stuðlar að virðingu fyrir náttúrunni og lífríki hennar og þarf að hafa þessi grunngildi til hliðsjónar í öllum markmiðum Fuglaverndar.
    Nánar
    Fyrir Sindra- hjálpatækjasjóður Sindra

    Fyrir Sindra- hjálpatækjasjóður Sindra

    Hjálpartækjasjóður Sindra var stofnaður fyrir Sindra Pálsson sem er 15 ára og fæddist með heilkennið Warburg Micro Syndrome. Heilkennið veldur sjónskerðingu, einhverfu og lágri vöðvaspennu. Þrátt fyrir sínar takmarkanir þá gat Sindri lifað góðu og innihaldsríku lífi, stundaði nám í Klettaskóla og rúllaði sér út um allar trissur á hjólastólnum sínum. Í lok september 2023 varð Sindri fyrir miklu áfalli þar sem hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan axlir vegna aðgerðar á Landspítalanum. Sindri veiktist alvarlega í kjölfar þessa áfalls og var í 2 mánuði á gjörgæsludeild. Hans bíður nú löng og ströng endurhæfing en ljóst er að lömunin er varanleg. Markmiðið með söfnuninni er að styrkja Sindra í öllu því sem eykur lífsgæði hans og hamingju í lífinu.
    Nánar
    Geðhjálp

    Geðhjálp

    Geðhjálp eru samtök 7.000 félaga, notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks sem býr við geðrænar áskoranir í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga- og þekkingarmiðlun. Gildi Geðhjálpar eru hugrekki, mannvirðing og samhygð.
    Nánar
    Gjafa- og styrktarsj. Heila- og taugaskurðdeildar LSH

    Gjafa- og styrktarsj. Heila- og taugaskurðdeildar LSH

    Sjóður til að efla heila- og taugaskurðdeild LSH. Endurmenntun, tækjakaupa og rannsóknir
    Nánar
    Gjafasjóður kvennadeilda Landspítala

    Gjafasjóður kvennadeilda Landspítala

    Sjóður til styrktar kvenndeilda Landspítala
    Nánar
    Gleðistjarnan

    Gleðistjarnan

    Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað hefur verið til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023. Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum. Félagið aflar fjár til starfsemi sinnar með styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum og með viðburðahaldi.
    Nánar
    Gleym-mér-ei styrktarfélag

    Gleym-mér-ei styrktarfélag

    Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
    Nánar
    Góðgerðarfélag Léttu Þér Lífið

    Góðgerðarfélag Léttu Þér Lífið

    Góðgerðarfélagið var stofnað sumarið 2023 í þeim tilgangi að auðvelda öryrkjum og öldruðum að fjárfesta í tækjum sem geta létt þeim lífið og aukið hreyfivirkni þeirra.
    Nánar
    Góðvild

    Góðvild

    Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Þetta gerir Góðvild td. með Hjálparlínunni, Spjallinu með Góðvild, stuðningi við skammtímavisir, Barnaspítalann og með beinum styrkjum til fjölskyldna gegnum Bumbuloní Einnig styður Góðvild við rannsóknir á sjaldgæfum sjúkdómum gegnum AHC samtökin.
    Nánar
    Göngum Saman

    Göngum Saman

    Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins.
    Nánar
    Grófin Geðrækt

    Grófin Geðrækt

    Grófin Geðrækt er frjáls, notendastýrð félagasamtök á Akureyri fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem vilja vinna í því að bæta sína geðheilsu gegnum hópastarf á jafningjagrundvelli. Unnið er út frá hugmyndafræði bata,valdeflingar og jafningjanálgunar. Við leggjum okkur fram við að veita einstaklingum með andlegar áskoranir tækifæri til að efla sig á eigin forsendum og fá hlutverk ásamt því að sinna fræðslu og efla vitundavakningu um mikilvægi þess að sinna geðrækt og geðheilsu frá unga aldri. Grófin er opin virka daga frá 10-16, ókeypis fyrir þá sem þangað leita og engar tilvísanir þarf til að vera með í Grófarstarfinu.
    Nánar
    Haven Rescue Home - Styrktarfélag

    Haven Rescue Home - Styrktarfélag

    Haven Rescue Home (HRH) er heimili fyrir stúlkur, 18 ára og yngri, sem eru barnshafandi og mæður ungra barna. Markmið HRH er að gefa þessum stúlkum tækifæri til betra lífs. Á meðan þær klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inni á heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær svo möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt út í þjóðfélagið aftur sem sterkari einstaklingar.
    Nánar
    HD-Samtökin á Íslandi

    HD-Samtökin á Íslandi

    HD-Samtökin á Íslandi eru stuðningssamtök fyrir sjúklinga og fjölskyldur sem berjast við Huntingtons sjúkdóminn, stofnað 2 2, 2022. Tilgangur félagsins er að vinna að auknum lífsgæðum og velferð þeirra sem haldnir eru Huntingtons sjúkdómnum eða erfðagreindir með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarsemi. Samtökin vinna að því að tryggja meira fjármagn til sjúklinga, fjölskyldna og rannsókna. HD er talinn einn grimmasti sjúkdómur sem maðurinn þekkir, og engin lækning er við honum í dag. Sjúkdómurinn berst frá kynslóð til kynslóðar og hefur áhrif á líf fjölskyldna á djúpstæðan hátt. Með framförum í erfðafræði og lyfjarannsóknum geta erfðagreindir einstaklingar átt von á mun betri framtíð en fyrri kynslóðir. Samtökin hvetja einstaklinga sem verða fyrir áhrifum af Huntingtons sjúkdómnum, aðstandendur og aðra áhugasama til að skrá sig í félagið og njóta þannig góðs af því sem við höfum upp á að bjóða, sjá https://www.huntington.is. Við erum með facebook síðu https://www.facebook.com/Huntingtonisland/ þar sem hlauparar sem hlaupa fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, tilkynna sig. Við vonumst til að sjá sem flesta hlaupara þar inni. Eflum von í baráttunni gegn Huntingtons sjúkdómnum!
    Nánar
    Heyrnarhjálp

    Heyrnarhjálp

    Heyrnarhjálp er landssamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, þeirra er þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum er snúa að heyrn. Að félaginu koma líka aðstandendur og aðrir áhugamenn um málefni heyrnaskertra.
    Nánar
    Hjartaheill

    Hjartaheill

    Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983. Stofnfélagar voru 230 einstaklingar, flestir hjartasjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk. Árið 2012 var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill. Allt frá stofnun hafa samtökin beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum varðandi hjartasjúkdóma, veitt aðstoð og ráðgjöf og staðið fyrir margvíslegum umbótum í þágu hjartasjúklinga.
    Nánar
    Hjartavernd

    Hjartavernd

    Árið 1964 voru samtökin Hjartavernd stofnuð og hóf Rannsóknarstöð Hjartaverndar starfsemi 1967 með viðtækri faraldsfræðilegri rannsókn, Hóprannsókn Hjartaverndar með áhersla á að finna áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma sem voru og eru algengasta dánarorsök karla og kvenna á Íslandi. Hjartavernd er rekin án hagnaðarvonar. Markmiðið er að finna áhættuþætti langvinnra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og heilabilunar og efla forvarnir, ungra sem aldna.
    Nánar
    Hljóðbókasafn Íslands

    Hljóðbókasafn Íslands

    Hljóðbókasafn Íslands gerir bækur aðgengilegar fyrir blinda, sjónskerta og fólk sem glímir við prentleturshömlun.
    Nánar
    Hollvinasamtök Heilsustofnunar NLFÍ

    Hollvinasamtök Heilsustofnunar NLFÍ

    Hollvinasamtök Heilsustofnunar í Hveragerði hafa allt frá stofnun (árið 2005) stutt dyggilega við tækjakaup fyrir starfsemi Heilsustofnunar. Lögð er áhersla á að kaup á búnaði komi til góða fyrir dvalargesti Heilsustofnunar en um 1.350 manns koma til endurhæfingar á ári hverju. Um 1.000 manns eru í samtökunum og rennur allt fjármagn sem Hollvinasamtökin safna óskert til tækjakaupa.
    Nánar
    Hollvinasamtök Reykjalundar

    Hollvinasamtök Reykjalundar

    Hollvinasamtök Reykjalundar eru mikilvægur bakhjarl í þágu endurhæfingar á Reykjalundi.
    Nánar
    Hollvinir Grensásdeildar

    Hollvinir Grensásdeildar

    Hollvinir Grensásdeildar eru frjáls félagasamtök sem vinna að fjáröflun og öðrum stuðningi við Grensásdeild.
    Nánar
    Íslandsdeild Amnesty International

    Íslandsdeild Amnesty International

    Mannréttindasamtökin Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem sinnir rannsóknum og berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Félagar okkar og stuðningsaðilar þrýsta á stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og alþjóðlegar hreyfingar. Félagar okkar eru 7 milljónir talsins um heim allan og við erum óháð öllum ríkisstjórnum, stjórnmálastefnum, efnahagslegum hagsmunum og trúarbrögðum. Við lútum eigin stjórn og erum fjárhagslega sjálfstæð, þökk sé öflugum stuðningi félaga.
    Nánar
    Íþróttafélagið Ösp

    Íþróttafélagið Ösp

    Í tilefni Ólympíumóts fatlaðra í París sem hefjast 28.ágúst næstkomandi ætla sendiráð Frakklands og Íþróttafélagið Ösp að safna áheitum fyrir Öspina. Íþróttafélagið Ösp er íþróttafélag án aðgreiningar en sérhæfir sig í þjónustu við einstaklinga með sérþarfir. Hjá okkur eru allir velkomnir. Allir geta tekið þátt í íþróttum á einhvern hátt. Enginn getur allt en allir geta eitthvað,
    Nánar
    Kattavinafélag Íslands

    Kattavinafélag Íslands

    Heimilislausar kisur óska eftir stuðningi þínum!
    Nánar
    Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

    Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

    Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis rekur þjónustumiðstöð á Akureyri sem veitir einstaklingum sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fræðslu, stuðning og ráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu. Í boði eru viðtöl hjá ráðgjafa, stuðningshópar og ýmis gagnleg námskeið. www.kaon.is
    Nánar
    Krabbameinsfélag Árnessýslu

    Krabbameinsfélag Árnessýslu

    Krabbameinsfélag Árnessýslu er öflugt aðildarfélag KÍ sem vinnur markvisst að því að efla þjónustu í heimabyggð. Félagið er rekið af styrkjum og framlögum fyrirtækja, félagasamtaka og velunnara sem láta málefnið sig varða. Í þjónustunni er lög áhersla á félagslega og sálræna þætti í kjölfar krabbameinsgreiningar.
    Nánar
    Krabbameinsfélag Austfjarða

    Krabbameinsfélag Austfjarða

    Krabbameinsfélag Austfjarða er góðgerðarfélag sem styður við hagsmuni krabbameinsgreindra og aðstandenda og þjónustar svæðið sem telur Fjarðabyggð og Djúpavog. Félagið hefur það að markmiði að berjast í hvívetna gegn krabbameini með forvörnum, stuðningi við rannsóknir, þróun á lækningaraðferðum og endurnýjun á lækningatækjum. Félagið veitir stuðning og ráðgjöf til félaga sinna og fjölskyldna þeirra, sem greinst hafa með krabbamein og eru eða hafa verið í þeirri baráttu og greiðir til dæmis niður dvalarkostnað og aksturstyrk sjúklinga þegar þeir þurfa að dvelja til lengri tíma fjarri heimilum sínum. Félagið rekur skrifstofu þar sem starfar ráðgjafi. Félagið býður krabbameinsgreindum einnig upp á sálfræðiþjónustu, fjölskylduráðgjöf, markþjálfun og árskort í sund sem og að halda úti karla og konuhópi fyrir krabbameinsgreinda.
    Nánar
    Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs

    Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs

    Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs var stofnað 13.október 1968. Félagið styður við einstaklinga með krabbamein í héraðinu.
    Nánar
    Krabbameinsfélagið

    Krabbameinsfélagið

    Krabbameinsfélagið leiðir baráttuna gegn krabbameinum á Íslandi og lætur sig allt varða sem tengist krabbameinum. Starf félagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Aðeins með þinni aðstoð getum við unnið að rannsóknum á krabbameini, veitt ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna án endurgjalds og unnið að forvörnum fyrir komandi kynslóðir. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
    Nánar
    Krabbameinsfélagið Sigurvon

    Krabbameinsfélagið Sigurvon

    Starfsvæði félagsins nær yfir alla Vestfirði og megintilgangur þess að styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini. Sigurvon rekur þjónustumiðstöð á Ísafirði, sem einstaklingar með krabbamein og aðstandendur þeirra geta leitað til og fengið hvers kyns stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Eitt af mikilvægustu markmiðum Sigurvonar er að styðja fjárhagslega við einstaklinga sem glíma við krabbamein. Fjárhagsleg byrgði þeirra sem veikjast er mikil og þá ekki síst þeirra sem búa á landsbyggðinni. Því er mikilvægt að svæðisfélag eins og Sigurvon geti ræktað hlutverk sitt af alúð, með dyggri aðstoð samborgaranna. Hægt er að lesa meira um félagið hér og á facebook síðunni þeirra.
    Nánar
    Krabbameinsfélag Snæfellsness

    Krabbameinsfélag Snæfellsness

    Krabbameinsfélag Snæfellsness er góðgerðarfélag sem hefur það að markmiði veita félögum sínum stuðning og ráðgjöf. Við vinnum að því að auka þekkingu almennings á krabbameinum með fræðslu um forvarnir og einkenni krabbameina. Eitt af mikilvægustu markmiðunum er að styðja fjárhagslega við einstaklinga sem glíma við krabbamein. Það er dýrt að greinast með krabbamein og því er mikilvægt að svæðisfélag eins og Krabbameinsfélag Snæfellsness geti ræktað hlutverk sitt af alúð, með dyggri aðstoð samborgaranna.
    Nánar
    Krabbavörn Vestmannaeyja

    Krabbavörn Vestmannaeyja

    Krabbavörn í Vestmannaeyjum er félag sem hefur það hlutverk að styðja við þá einstaklinga sem greinast með krabbamein í Vestmanneyjum og aðstandendur þeirra bæði félagslega og fjárhagslega
    Nánar
    Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

    Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

    Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
    Nánar
    Kristniboðssambandið

    Kristniboðssambandið

    Kristniboðssambandið (SÍK) er landssamtök kristniboðshópa, félaga og einstaklinga sem vinna að kristniboði og hjálparstarfi meðal annarra þjóða. Starfssvæði SÍK er aðallega í Eþíópíu og Keníu, einnig Japan. Einnig í samstarfi við fölþjóðlegar þverkirkjulegar kristniboðshreyfingar í Mið- Austurlöndum, Norður Afríku og Pakistan. Kristniboðar hafa reynt að hjálpa fólki, sem býr við hörmungar, fátækt, líkamlega og andlega vanlíðan með ýmsum hætti. Þeir vinna að alhliða fræðslu, hjúkrun, heilsuvernd og margs konar þróunarverkefnum svo sem umbótum í landbúnaði, verndun vatnsbóla og fleiru. Á tímum hungursneyðar taka þeir þátt í víðtæku hjálparstarfi og matvæladreifingu. Á Íslandi starfar Kristniboðssambandið ma.a. meðal flóttafólks og hælisleitenda með því að bjóða upp á ókeypis íslenskukennslu og ýmiskonar félagslega uppbyggingu
    Nánar
    Krýsuvíkursamtökin

    Krýsuvíkursamtökin

    Krýsuvík er frjáls félagasamtök sem rekur meðferðarúræði fyrir langt leidda einstaklinga með áfengis- og vímuefnaröskun. Hjá Krýsuvík eru 21 skjólstæðingur í meðferð hverju sinni.
    Nánar
    Kubuneh (Allir skipta máli)

    Kubuneh (Allir skipta máli)

    Allir skipta máli tók um áramótin 2020/2021 við rekstri á heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Í því felst m.a að greiða laun starfsfólks og lyf fyrir sjúklinga. 12-15.000 manns hafa aðgang að heilsugæslunni. Til að fjármagna þetta verkefni rekur félagið verslun við Vestmannabraut 37 í Vestmannaeyjum og selur þar föt með sögu sem gefin er til verkefnisins. Verslunin ber nafnið Kubuneh eins og þorpið. Félagið borgar einnig fyrir menntun starfsfólks. Verkefni á vegum félagsins sem leggur áherslu á fræðslu fyrir stúlkur um blæðingar og kvennlíkamann hefur verið í gangi síðan 2019 í þorpinu. Stúlkurnar fá afhenda poka sem innihalda fjölnota dömubindi og fleirra.
    Nánar
    Kvennaathvarf

    Kvennaathvarf

    Starfsemi Samtaka um kvennaathvarf felst í rekstri neyðarathvarfa fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis annars heimilismanns. Einnig er rekin viðtalsþjónusta fyrir konur sem ekki koma til dvalar heldur kjósa að reyna að breyta aðstæðum sínum án þess að fara burt af heimilum sínum. Símaþjónustan opin allan sólarhringinn. Fræðsla um ofbeldi, birtingarmyndir þess og forvarnir er hluti af starfseminni og gefnir eru út bæklingar sem dreift er bæði til heilsugæslustöðva, skóla og víðar.
    Nánar
    Læti! / Stelpur rokka!

    Læti! / Stelpur rokka!

    Læti! / Stelpur rokka! starfa af femínískri hugsjón við að efla jaðarsett kyn í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisstarf. Við stuðlum að jafnrétti og inngildingu í tónlist og fræðum bæði þátttakendur og aðra um jafnréttismál á því sviði. Við ætlum að styrkja okkar kæru vinkonu Mirlindu sem heldur utan um Girls Rock Togo.
    Nánar
    Landvernd

    Landvernd

    Landvernd er málsvari náttúrunnar. Hjálpaðu okkur að standa vörð um einstaka íslenska náttúru.
    Nánar
    LAUF - félag flogaveikra

    LAUF - félag flogaveikra

    Starfsemi félagsins er að hafa opna skrifstofu til þjónustu við félaga, fagfólk og almenning sem þarfnast; upplýsinga, ráðgjafar, fræðslu og stuðnings. Unnið er að forvörnum, þýðingu og útgáfu bæklinga og útgáfu Laufblaðsins, sem kemur út árlega, einnig er farið með fræðsluerindi í skóla, leikskóla, sambýli og aðra staði þar sem starfsfólk kemur að umönnun flogaveikra einstaklinga, bæði barna og fullorðinna.
    Nánar
    Laugarásinn meðferðargeðdeild

    Laugarásinn meðferðargeðdeild

    Laugarásinn er sérhæfð deild á geðsviði Landspítalans. Starfsemin er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-35 ára með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Stór þáttur meðferðar er að bjóða uppá fjölbreyttar tómstundir, fræðslu og heilsueflandi virkni. Áheitin verða nýtt til að efla þessa þætti starfseminnar til að mynda með kaupum á reiðhjólum, borðspilum og fleiru sem gagnast þjónustuþegum með beinum hætti.
    Nánar
    Líf styrktarfélag

    Líf styrktarfélag

    Líf, styrktarfélag, var stofnað 7.desember 2009 og hefur það meginmarkmið að styðja við og styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.
    Nánar
    Lipoedema Ísland

    Lipoedema Ísland

    Markmið félagsins er að stuðla að betri líðan einstaklinga með Lipoedema og vinna að fullnægjandi framboði á nauðsynlegri þjónustu
    Nánar
    Lítil Þúfa fta

    Lítil Þúfa fta

    Þúfan er áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð vegna fíknar í áfengi og/ eða önnur vímuefni og er rekið af almannaheillarfélaginu Lítil Þúfa fta.
    Nánar
    Ljónshjarta  - samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri.

    Ljónshjarta - samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri.

    Ljónshjarta eru samtök til stuðnings ungu fólki sem hefur misst maka og barna sem misst hafa foreldri voru stofnuð 2013. Allt sem safnast í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fer í verkefnið Grípum Ljónshjartabörn - til að greiða fyrir sálfræðiþjónustu fyrir börn sem misst hafa foreldri.
    Nánar
    Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

    Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

    Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
    Nánar
    Mæðrastyrksnefnd Reykjavík

    Mæðrastyrksnefnd Reykjavík

    Mæðrastyrksnefnd eru samtök sem styðja við einstæða foraledra og forsjáraðila, öryrkja,eldriborgara og aðra sem hafa lítið á milli handanna með matar- og fataúthlutun auk annarra styrkja.
    Nánar
    Málefli

    Málefli

    Málefli -Hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun.
    Nánar
    ME félag Íslands

    ME félag Íslands

    ME félag Íslands er hagsmunafélag fyrir fólk með ME sjúkdóminn (sumir kalla sjúkdóminn Síþreytu) fjölskyldur þeirra og aðra sem vilja úrbætur fyrir ME sjúklinga. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna eins og t.d. að berjast fyrir snemmbærri greiningu, aðgengi að réttri heilsugæslu og réttum meðferðum innan heilbrigðiskerfisins. Félagið er málsvari félagsmanna gagnvart hinu opinbera, sem og innlendum og erlendum aðilum. Félagið fylgist með nýjungum í rannsóknum og meðferðum á sjúkdómnum og hvetur heilbrigðiskerfið til þess að auka aðgengi ME sjúklinga að meðferðum sem vænlegar eru til bættrar heilsu og lífsgæða. Við erum mjög þakklátt fyrir allan stuðning.
    Nánar
    Mia Magic

    Mia Magic

    Mia Magic er góðgerðarfélag sem stofnað var 1. febrúar 2021. Mia Magic einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur, bókin Mía fær lyfjabrunn og Mía fer í tívolí, eftir þær Þórunni Evu og Bergrúnu Írisi hafa slegið í gegn og er á döfinni að gefa út fleiri bækur.
    Nánar
    Minningar- og styrktarsj. blóð- og krabbameinslækningadeilda Landspítala

    Minningar- og styrktarsj. blóð- og krabbameinslækningadeilda Landspítala

    Sjóður til styrktar Blóð og krabbameinsdeilda Landspítala
    Nánar
    Minningar og styrktarsjóður heimahlynningar Akureyri

    Minningar og styrktarsjóður heimahlynningar Akureyri

    Minningar og styrktarsjóður heimahlynningar er styrktarsjóður sem styrkir ýmis málefni tengt líknarhjúkrun á upptökusvæði sjúkrahússins á Akureyri
    Nánar
    Minningarsjóður Arnars Gunnarssonar

    Minningarsjóður Arnars Gunnarssonar

    Minningarsjóðurinn er stofnaður til minningar um Arnar Gunnarsson sem lést 3 mars 2023. Sjóðurinn var stofnaður rúmu ári síðar og má skipta markmiðum sjóðsins í þrennt. Að styrkja unga handknattleiksiðkendur fjárhagslega, að stuðla að aukinni fræðslu til foreldra og forráðamanna barna og ungmenna í íþróttum og síðast en ekki síst að heiðra minningu Arnars. Heimasíða minningarsjóðsins: www.addimaze.is
    Nánar
    Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar

    Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar

    Minningarsjóðurinn er stofnaður til minningar um Baldvin Rúnarsson sem lést eftir fimm ára baráttu við krabbamein þann 31.maí 2019, 25 ára að aldri. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála. í ár eru 30 ár frá fæðingu Baldvins og væri gaman að fá amk 30 hlaupara til að hlaupa saman og halda minningu hans á lofti.
    Nánar
    Minningarsjóður Egils Hrafns

    Minningarsjóður Egils Hrafns

    Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni sem stuðla að þátttöku ungmenna á aldrinum 16-20 ára í íþrótta- og tómstundastarfi. Brotthvarf ungmenna á þessum aldri úr íþróttum og skipulögðu starfi þegar að grunnskóla og frístundastarfi sleppir er því miður alltof algengt. Aðgengi að íþróttum og tómstundum fyrir ungmenni þar sem félagslegi þátturinn og samvera er í fyrirrúmi er mikilvægt lýðheilsumál. Sjóðurinn er til minningar um Egil Hrafn sem naut sín sérstaklega vel í fótbolta og tónlistarsköpun en var aðeins 17 ára þegar hann lést í maí 2023.
    Nánar
    Minningarsjóður Gunnars Helga

    Minningarsjóður Gunnars Helga

    Þann 16. júní 2022 kvaddi Gunnar Helgi Friðriksson eftir 11 daga baráttu á vökudeild barnaspítala hringsins. Með minningarsjóðnum er markmiðið að geta aðstoðað fjölskyldur sem lenda í sömu aðstæðum og foreldar Gunnars Helga eða ef veikindi koma upp hjá börnum þeirra. Ásamt því að geta styrkt vökudeildina sem hugaði svo vel að fjölskyldunni.
    Nánar
    Minningarsjóður Gunnars Karls

    Minningarsjóður Gunnars Karls

    Minningarsjóður Gunnars Karls er stofnaður til minningar um Gunnar Karl Haraldsson sem lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein. En hann glímdi við sjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) alla sína ævi og hafði hann mikil áhrif á lífsgæði hans. Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli hans á lofti með því að styrkja einstaklinga með fötlun til náms, tómstunda og íþróttaiðkunar og verkefni/málefni sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu.
    Nánar
    Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings

    Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings

    Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings var stofnaður af Heiði móður Hjalta Þórs, sl. vetur. En Hjalti Þór lést 15. desember 2023.
    Nánar
    Minningarsjóður hjartadeildar

    Minningarsjóður hjartadeildar

    Sjóður til styrktar Hjartadeildar Landspítala
    Nánar
    Minningarsjóður Hlyns Snæs

    Minningarsjóður Hlyns Snæs

    Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 2019 til minningar um Hlyn Snæ Árnason sem lést aðeins 16 ára gamall árið 2018. Nú í ár mun sjóðurinn styrkja Alzheimarsamtökin.
    Nánar
    Minningarsjóður Hróars

    Minningarsjóður Hróars

    Ungmennafélagið Þróttur og Nesbúegg stofnuðu minningarsjóð Hróars. Baldvin Hróar sem lést 9. júlí 2020 var virkur félagi í starfi Ungmennafélagsins Þróttar og var formaður félagsins 2017 til 2019. Markmið sjóðsins er að styrkja iðkendur til þátttöku í starfi barna- og unglingastarfs Þróttar, styrkja iðkendur um mótagjöld, ferðakostnað vegna keppnisferða og veita styrki til kaupa á æfingabúnaði, til að mynda á skóm og æfingafatnaði í tengslum við stærri mót. Auk þess styrkir sjóðurinn fræðslu og útbreiðslumál innan félagsins.
    Nánar
    Minningarsjóður Ibrahim Shah

    Minningarsjóður Ibrahim Shah

    Minningarsjóðurinn er stofnaður til minningar um Ibrahim Shah. Ibrahim lést í slysi á Ásvöllum í Hafnarfirðinum þann 30. Október 2023 þegar steypubíll keyrði á hann á leið heim af fótboltaæfingu. Ibrahim fæddist þann 9. janúar í á Landspítalanum í Reykjavík árið 2015. Hann var í Waldorfleikskólanum Sólstöfum, Ísakskóla í 1-3. bekk og í Hraunvallaskóla í fjórða bekk þegar hann lést. Hann spilaði fótbolta í Val 2021-2023 og í Haukum haustið 2023. Ibrahim Shah var 8 ára drengur sem lýsti upp heiminn með nærveru sinni. Hann var ótrúlega flinkur í fótbolta og jákvæð sál og missti aldrei af tækifærum til að segja öllum í kringum sig hvað hann elskaði þau mikið. Hann skyldi eftir sig foreldra, 4 systkyni og stóran hóp af frændfólki og ástvinum. Fjölskyldan hans er enn að læra að lifa með þessum nýja raunveruleika og hefur staðið þétt saman með stórt og fallegt bakland en vill núna að heimurinn fái að kynnast Ibrahim og var því Minningarsjóður Ibrahim Shah stofnaður.
    Nánar
    Minningarsjóður Jennýjar Lilju

    Minningarsjóður Jennýjar Lilju

    Þann 24 október 2015 lést Jenný Lilja af slysförum aðeins 3 ára gömul. Fjölskylda Jennýjar Lilju stofnuðu minningarsjóð í minningu hennar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, vinahópa/vinnufélaga til að sækja sér fræðslu og einnig viðbragðsaðila til tækjakaupa. Í ár, 2024, ætlum við að safna áheitum og styrkja Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum. Við ætlum að safna fyrir nýju hjartastuðtæki og hjólabörum sem nýtast við burð utanvega.
    Nánar
    Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara

    Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara

    Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara veitir framúrskarandi tónlistarmönnum verðlaun á hverju ári.
    Nánar
    Minningarsjóður Líknardeildar og Heimahlynningar HERA

    Minningarsjóður Líknardeildar og Heimahlynningar HERA

    Sjóður til styrktar Líknardeildar og heimahlynningu Hera
    Nánar
    Minningarsjóður Ölla

    Minningarsjóður Ölla

    Minningarsjóður Ölla var stofnaður til minningar um körfuknattleiksmanninn Örlyg Aron Sturluson sem lést af slysförum árið 2000 aðeins 18 ára gamall. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Sjóðurinn veitir styrki fyrir æfingagjöldum, búnaði og keppnis- og æfingaferðum.
    Nánar
    Minningarsjóður Orra Ómarssonar

    Minningarsjóður Orra Ómarssonar

    Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Orra Ómarsson (f.3.júní 1993 d.30.janúar 2010). Orri lést í sjálfsvígi aðeins 16 ára að aldri. Þegar hann lést var hann við nám í Menntaskólanum í Reykjavík og spilaði knattspyrnu með FH. Markmið sjóðsins er að vinna að sjálfsvígsforvörnum á öllum stigum, opna umræðuna um sjálfsvígsforvarnir, sjálfsvíg og sorg eftir sjálfsvíg. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að styrkja með fjárframlögum verkefni sem styðja við markmiðin. Meðal verkefna sem Minningarsjóður Orra Ómarssonar hefur styrkt er gerð vefsíðunnar sjalfsvig.is. Sjóðurinn lét þýða og gaf út Þrá eftir frelsi, leiðarvísi fyrir aðstandendur eftir sjálfsvíg (bók og Storytel) og styrkti útgáfu bókarinnar Ástvinamissir (Storytel). Ásamt þessu hefur sjóðurinn styrkt verkefni eins forvarnarmyndina Þögul tár (2021) og gerð bókarinnar Tómið (útgáfa sumar 2021). Sjóðurinn í samvinnu við önnur félög og stofnanir þ.e Rauða krossinn, Pieta samtökin, Geðhjálp, Sorgarmiðstöð, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Þjóðkirkjuna og Embætti landlæknis stendur að vitundarvakningunni "Gulur september." Átakið miðar að því að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Á Íslandi falla um 40 manns á ári fyrir eigin hendi, á heimsvísu deyja árlega um 800.000 manns í sjálfsvígi. Hvert mannslíf er svo verðmætt og fyrir hvern einn sem við missum á þennan hátt þá sitja eftir tugir einstaklingar sem aldrei verða samir eftir missinn!
    Nánar
    Minningarsjóður Sindra Freys Guðmundssonar

    Minningarsjóður Sindra Freys Guðmundssonar

    Minningarsjóður fjölskyldu Sindra Freys Guðmundssonar
    Nánar
    Minningarsjóður Svavars Péturs Eysteinssonar

    Minningarsjóður Svavars Péturs Eysteinssonar

    Svavar Pétur Eysteinsson, sem var best þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, lést 29. september 2022 eftir baráttu við krabbamein. Minningarsjóðurinn er stofnaður með það að leiðarljósi að halda minningu Svavars Péturs á lofti og verður nýttur til að styðja við og styrkja skapandi fólk á ólíkum sviðum til að koma góðum hugmyndum framkvæmd.
    Nánar
    MND á Íslandi

    MND á Íslandi

    Hlutverk félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun, eða öðrum vöðva og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar. Einnig fjölskyldum þeirra og fagfólki sem vinnur að málefnum þessa hóps.
    Nánar
    MS-félag Íslands

    MS-félag Íslands

    MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flestir á aldrinum 20-40 ára. MS-félagið veitir jafnt MS-greindum sem aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Þinn stuðningur er ómetanlegur í starfi félagsins.
    Nánar
    Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

    Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

    Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna og um meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og tilfinningalegum þörfum hennar, t.d. á upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
    Nánar
    Nýrnafélagið

    Nýrnafélagið

    Markmið Nýrnafélagsins er að styðja alla nýrnasjúka og aðstandendur þeirra og einnig að stuðla að forvörnum til að hægja á nýrnabilun. Nýrnafélagið vinnur að því að allir nýrnaveikir fái bestu meðferð sem er í boði hverju sinni. Hjá félaginu fást upplýsingar um sjúkdóma í nýrum og meðferð við þeim. Fréttabréf er gefið út og haldnir eru fræðslu- og skemmtifundir. Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra veitir þeim sem veikjast stuðning. Einnig er starfræktur hópur foreldra nýrnasjúkra barna í tengslum við Umhyggju. Félagið býður upp á tíma hjá fjölskyldufræðingi og hjá næringarfræðingi gjaldfrjálst til allra sinna félaga.
    Nánar
    Okkar heimur

    Okkar heimur

    Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma.
    Nánar
    Örninn - Minningar og styrktarsjóður

    Örninn - Minningar og styrktarsjóður

    Örninn styður börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára sem hafa misst foreldri eða annan náin ástvin. Félagið býður upp á helgardvöl og mánaðarlegar samverur fyrir börn í sorg. Þar vinnum við sorgarúrvinnslu, fáum fræðslu um ýmislegt tengt áföllum og missi ásamt því að hafa gaman saman og njóta lífsins. Samverurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu en verkefnið reiðir sig á styrki auk þess sem allir starfsmenn eru sjálfboðaliðar.
    Nánar
    Parkinsonsamtökin

    Parkinsonsamtökin

    Parkinsonsamtökin og Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Hjá Takti er lögð áhersla á heildræna og samfellda endurhæfingu með sérhæfðri sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, ráðgjöf, fræðslu og námskeiðum fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma ásamt stuðningi við aðstandendur. Endurhæfingin miðar að því að auka líkamlega, andlega og félagslega heilsu og auka lífsgæði fólks með parkinson. Allar nánari upplýsingar má finna á www.parkinson.is.
    Nánar
    PCOS samtök Íslands

    PCOS samtök Íslands

    PCOS samtök Íslands voru stofnuð haustið 2021. Tilgangur félagsins er að veita fólki með einkenni PCOS og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að bæta aðgengi einstaklinga sem greinast með PCOS að upplýsingum um réttindi þeirra og möguleg meðferðarúrræði. Þá er markmið félagsins að stuðla að aukinni almennri þekkingu á PCOS meðal almennings og fagaðila/yfirvalda.
    Nánar
    Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir.

    Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir.

    Píetasamtökin - forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða
    Nánar
    Rannsóknarsjóður Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á Landspítala (LSH)

    Rannsóknarsjóður Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á Landspítala (LSH)

    Sjóður til að efla rannsóknir á Barna- og unglingadeild á Landspítala (BUGL LSH)
    Nánar
    Rannsóknarsjóður Grensásdeildar

    Rannsóknarsjóður Grensásdeildar

    Sjóður til styrktar Grensásdeildar Landspítala
    Nánar
    Rauði krossinn - Frú Ragnheiður í Reykjavík - Skaðaminnkun

    Rauði krossinn - Frú Ragnheiður í Reykjavík - Skaðaminnkun

    Frú Ragnheiður byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu.
    Nánar
    Reykjadalur sumarbúðir

    Reykjadalur sumarbúðir

    Reykjadalur eru sumarbúðir í Mosfellsdal fyrir fötluð börn og ungmenni. Í Reykjadal eru skapaðar ógleymanlegar minningar, farið í óvissuferðir og notið samverunnar.
    Nánar
    Samhjálp

    Samhjálp

    Í rúma hálfa öld hefur Samhjálp staðið vörð um þá sem lifa við fátækt og félagslega einangrun, sem oft er afleiðing af langvarandi glímu við fíkn. Samhjálp rekur meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot þar sem pláss er fyrir 30 einstaklinga í meðferð við fíknisjúkdómum, kaffistofu Samhjálpar sem gefur um 100 þúsund máltíðir á ári, ásamt áfanga- og stuðningsheimilum í Reykjavík og Kópavogi. Kaffistofan er opin alla daga ársins og þaðan eru gefnar allt að 250 máltíðir daglega. Heimasíða félagsins er www.samhjalp.is – Við erum jafnframt á Facebook https://www.facebook.com/samhjalp.is og Instagram https://www.instagram.com/samhjalp/?hl=en
    Nánar
    Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ)

    Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ)

    SÁÁ hjálpar einstaklingum og fjölskyldum þeirra í glímunni við fíknsjúkdóminn. Það gerir SÁÁ með fræðslu, afeitrun og meðferð í göngudeildum, á sjúkrahúsi og í meðferðarstöð. Markmið SÁÁ er að gera skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra kleift að eignast nýtt og betra líf laus úr viðjum fíknarinnar.
    Nánar
    Samtökin '78 - félag hinsegin fólks á Íslandi

    Samtökin '78 - félag hinsegin fólks á Íslandi

    Samtökin ‘78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi. Við veitum fræðslu um hinsegin málefni í skólum og á vinnustöðum, veitum ókeypis ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda, berjumst fyrir réttarbótum með bættri lagasetningu, veitum hinsegin hælisleitendum stuðning, höldum viðburði þar sem hinsegin fólki og hinsegin menningu er fagnað og svo ótal margt fleira. Það eina sem setur starfi okkar mörk er skortur á fjármagni og þess vegna viljum við biðja þig að safna áheitum fyrir Samtökin ‘78 í ár. Vertu með okkur í liði! Gerum Ísland að enn betri stað fyrir allt hinsegin fólk.
    Nánar
    Sigurboginn, styrktarfélag Sigurbjörns Boga

    Sigurboginn, styrktarfélag Sigurbjörns Boga

    Sigurbjörn Bogi er fæddur 2. maí 2012. Hann fæddist með vatnshöfuð vegna heilablæðingar á meðgöngu. Sigurbjörn Bogi hlaut af þessum sökum fjölfötlun. Hann er lögblindur, með mikla hreyfiskerðingu, er flogaveikur og getur ekki tjáð sig með tali. Sigurbjörn Bogi notar því hjólastól og fer allra sinna ferða í honum. Hann þarf mikinn sérútbúnað. Auk hjálpartækja þarf hann sérútbúinn hjólastólabíl. Sigurbjörn Bogi er glaður drengur og mikið sjarmatröll. Hann nýtur þess að vera með skólafélögum sínum í grunnskólanum. Hans helstu áhugamál er að hlusta á tónlist og útivera. Fjölskylda og vinir Sigurbjörns Boga stofnuðu þetta styrktarfélag til stuðnings honum og fjölskyldu hans. Tilgangur þess er að létta undir með fjölskyldunni í fjárfrekum framkvæmdum vegna sérþarfa Sigurbjörns Boga eða til að kaupa sérbúnað sem ekki er styrktur af hinu opinbera. Hann eignaðist m.a. hjólastólahjól sem var m.a. keypt fyrir áheitafé gegnum hlaupastyrk.is. Hjólið gjörbreytti möguleikum hans til útiveru.
    Nánar
    Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra

    Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra

    Hlutverk Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra félagsmanna sinna og eftir atvikum annarra fatlaðra á öllum sviðum þjóðlífsins, þá sérstaklega með því að tryggja aðgengi að umhverfi, menntun, atvinnu og upplýsingum.
    Nánar
    Sjóðurinn Blind börn á Ísland

    Sjóðurinn Blind börn á Ísland

    Hlutverk sjóðsins Blind börn á Íslandi er að styrkja blind og sjónskert börn allt að átján ára aldri til kaupa á ýmsu því sem getur orðið þeim til aukins þroska og ánægju í lífinu. Þar á meðal eru sérhönnuð leikföng, leiktæki, hljóðfæri, tölvur og annað slíkt sem opinberir aðilar styrkja ekki foreldra til kaupa á. Sérhönnuð leikföng og leiktæki eru oft mjög dýr. Sjóðurinn var stofnaður sumarið 1992 af umsjónarmönnum útvarpsþáttarins „Tveir með öllu“.
    Nánar
    Skjólið - opið hús fyrir konur

    Skjólið - opið hús fyrir konur

    Skjólið er opið hús fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi. Skjólinu er ætlað að vera öruggur samastaður sem konur geta sótt að degi til. Í Skjólinu er boðið upp á léttan og næringarríkan hádegismat, hreinlætisaðstöðu þar sem konur geta farið í sturtu og þvottaaðstöðu. Aðstaða er til hvíldar, tómstundaiðkunar og annarrar afþreyingar auk þess sem aðgengi er að nettengdum tölvum. Skjólið er hluti af Hjálparstarfi kirkjunnar.
    Nánar
    Slysavarnafélagið Landsbjörg

    Slysavarnafélagið Landsbjörg

    Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring.
    Nánar
    Solaris

    Solaris

    Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
    Nánar
    Sorgarmiðstöð

    Sorgarmiðstöð

    Sorgarmiðstöð er félag sem starfar í almannaþágu, án hagnaðarsjónarmiða og býður stuðning, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Við leggjum áherslu á að mæta fólki á persónulegan og hlýjan hátt. Við bjóðum upp á stuðningshópastarf, jafningjastuðning og samveru fyrir þau sem syrgja ástvini. Þú finnur meiri upplýsingar um starfið okkar á www.sorgarmidstod.is. Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi.
    Nánar
    SOS Barnaþorpin

    SOS Barnaþorpin

    SOS Barnaþorpin eru barnahjálparsamtök sem veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst. Rík áhersla er lögð á að börnin alist upp í ástríku fjölskylduumhverfi og að réttindi þeirra séu tryggð. Samtökin starfa í 138 löndum og auk þess að reka yfir 500 barnaþorp standa þau fyrir umfangsmiklu forvarnarstarfi sem nefnist fjölskylduefling. Markmið hennar er að koma í veg fyrir að barnafjölskyldur sundrist. Í fjölskyldueflingu taka samtökin fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð.
    Nánar
    Specialisterne á Íslandi

    Specialisterne á Íslandi

    Specialisterne á Íslandi er sjálfseignarstofnun sem vinnur með einstaklingum, 18 ára og eldri, sem hafa greiningu á einhverfurófinu. Marmið okkar er að hjálpa og styðja við einstaklinga sem þurfa aðstoð og auka möguleika þeirra á því að komast á vinnumarkaðinn.
    Nánar
    Starfsmenntunarsjóður ungra kvenna

    Starfsmenntunarsjóður ungra kvenna

    BKR (Bandalag kvenna í Reykjavík) stofnaði starfsmenntunarsjóð ungra kvenna þann 18. mars 1995. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Einkum eru þetta ungar einstæðar konur með börn, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta námi á sínum tíma.
    Nánar
    Sterkari út í lífið

    Sterkari út í lífið

    Styrktu sjálfsmynd barna í dag! Á vefsíðunni og appinu Sterkari út í lífið má finna fræðsluefni og verkfæri þróað af fagfólki, til að aðstoða foreldra, kennara og aðra sem starfa með börnum til að efla sjálfsmynd barna og unglinga. Þitt framlag til Sterkari út í lífið hjálpar okkur að byggja bjartari framtíð fyrir ungu kynslóðina. Gerðu gæfumun - styrktu verkefnið í dag! Margt smátt gerir eitt stórt.
    Nánar
    Stígamót

    Stígamót

    Stígamót eru samtök sem vinna gegn kynferðisofbeldi. Á Stígamótum er boðið upp á stuðningsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir fólk af öllum kynjum sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Stígamót halda einnig úti öflugri fræðslu fyrir skólahópa og almenning og stunda virka hagsmunagæslu til að búa til betra samfélag án kynferðisofbeldis.
    Nánar
    Stuðningssveit Edvins

    Stuðningssveit Edvins

    Stuðningssveit Edvins er góðgerðafélag sem er stofnað til stuðnings nemenda á leikskólanum Reykjakot í Mosfellsbæ. Edvin Gaal-Szabo er þriggja ára og greindist með hvítblæði (blóðkrabbamein) í desember 2023.. Ónæmiskerfi hans er mjög viðkvæmt og líkaminn á því erfitt með að verjast sýkingum. Því eru fyrirbyggjandi aðgerðir mikilvægar og foreldrdar Edvins þurfa að lágmarka öll samskipti við annað fólk Þau geta ekki sinnt vinnu og leiðir af sér mikið tekjutap fyrir fjölskylduna ásamt því að skapa krefjandi aðstæður þar sem þau hafa lítið stuðninsnet hér á landi.
    Nánar
    Styrkja óháð félagi

    Styrkja óháð félagi

    Ef þú ert óviss um hvaða góðgerðarfélag þú vilt styrkja þá er hægt að styrkja þau öll. Þegar áheitasöfnun er lokið dreifast þessi áheit jafnt á öll þau félög sem hafa safnað á þessu ári.
    Nánar
    Styrktarfélag Alexöndru P. Barkardóttur

    Styrktarfélag Alexöndru P. Barkardóttur

    Styrktarfélag Alexöndru P. Barkardóttur var stofnað 31.07.2024 af frænku hennar Karítas Dan, Sigrúnu Ösp systur hennar og Guðrúnu Diljá móður hennar. Til aðaðrsopfksdof Alexandra greindist með illvígt brjóstakrabbamein á meðgöngu árið 2021. Eftir lyfjameðferðir og aðgerð á meðgöngu, þar á eftir fleiri lyfjameðferðir og geisla átti hún að vera læknuð af krabbanum. Rúmum 3 mánuðum síðar greindist hún með 4 stigs brjóstakrabbamein, þ.e.a.s. meinvörp sem hafa dreift sér um líkamann. Þríneikvætt brjóstakrabbamein er verulega illvígt krabbamein og fáar lyfjameðferðir í boði. Hér á landi er takmörkuð reynsla á hvernig eigi að meðhöndla þessa gerð af krabbameini og því ákvað hún að leita til sérfræðinga erlendis og kostaði það algjörlega sjálf. Meðferð hennar, val á lyfum, og fleira hefur ráðist meira og minna á því sem sérfræðingar erlendis hafa ráðlagt. ​Tilgangurinn með söfnuninni er að létta á fjárhagslegu álagi fjölskyldunnar. Þegar hún greinist voru þau að flytja í íbúðina sína, Alexandra nýútskrifuð úr læknisfræði með námslán á bakinu og maðurinn hennar tiltölulega nýbúinn með námið sitt, ásamt því að eiga von á barni. Viðurkenndar aðferðir (lyfjameðferðir) sem eru í boði fyrir hana strokast hratt út af listanum þar sem flestar hafa ekki virkað. Því horfir Alexandra nú til óhefðbundinna lækninga sem hana langar til að bæta við núverandi meðferð sína. Þær eru kostnaðarsamar og mun fjáröflunin veita henni tækifæri til þess að láta á þær reyna. Einnig er kostnaðarsamt að fá ráðgjöf erlendis frá og fer að koma að slíkri ráðgjöf aftur. Ásamt því að vera með litlu dóttir sína, sem er nú orðin 2 ára, hefur Alexandra ekki getað unnið samhliða öllum þeim lyfjameðferðum, aðgerðum, myndgreiningum og sjúkrahúsinnlögnum sem hún hefur gengist undir síðastliðin rúm 2,5 ár. ​Það er ljóst að verkefnin eru mörg og áskoranirnar miklar. Öll framlög fara í þann kostnað sem fylgir meðferðinni, gerir henni kleift að halda áfram að leita til sérfræðinga erlendis ásamt því að bæta við meðferðum sem eiga möguleika á að lengja tíma hennar með fjölskyldu sinni. Því biðjum við ykkur að heita á okkur og leggja ykkar að mörkum til að auðvelda þeim áframhaldandi baráttu! Margt smátt gerir eitt stórt! Styrktarreikningur: Kt . 410824-0350 Banki: 0515-14-009130
    Nánar
    Styrktarfélagið Broskallar

    Styrktarfélagið Broskallar

    Styrktarfélagið Broskallar eru félagasamtök (non-profit) sem stofnuð voru árið 2015. Meginmarkmið félagsins er að aðstoða nemendur frá fátækum svæðum í Afríku í háskólanám. Nú þegar hafa um 5000 nemendur í Kenía notið góðs af verkefninu.
    Nánar
    Styrktarfélag Klúbbsins Geysis

    Styrktarfélag Klúbbsins Geysis

    Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International sem snýst um að efla hæfileika og styrk þeirra sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða. Með því að gefa hverjum og einum tækifæri til að nýta sínar sterku hliðar þjálfast viðkomandi til fjölbreyttrar þátttöku í samfélaginu. Í störfum innan Klúbbsins Geysis er lögð áhersla á stuðning og virðingu og horft á styrkleika í stað þess að einblína á sjúkdóminn eða það sem hamlar. Allir sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða geta orðið félagar í Klúbbnum. Nánari upplýsingar á kgeysir.is
    Nánar
    Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

    Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

    Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
    Nánar
    Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

    Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

    Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá upphafi verið frumkvöðull í þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Meginmarkmið félagsins er að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, einkum barna. Helstu verkefni félagsins eru rekstur Æfingastöðvarinnar og sumarbúðanna í Reykjadal.
    Nánar
    Styrktarfélag Mikaels Smára

    Styrktarfélag Mikaels Smára

    Mikael Smári er 12 ára sjarmatröll, sem haldin er taugahrörnunar sjúkdómnum ataxia telangiectasia. Sjúkdómurinn leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið og leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Í sumarbyrjun í fyrra greindist Mikki einnig með bráðahvítblæði og er því í harðri krabbbameinsmeðferð, ofan í allt hitt. Allt daglegt líf er orðið að áskorun fyrir Mikka, hann er orðin mjög háður ýmsum hjálpartækjum. Lífaldurinn er ekki hár hjá þeim börnum sem greinast með sjúkdóminn og skiptir mestu máli núna að búa honum sem best líf, búa til minningar og leyfa honum að njóta sín. Sjóðurinn hefur stutt við fjölskyldu Mikka með greiðslum af hjólastólabíl sem þau hafa til umráða fyrir hann, styrki fyrir ferðalög og annan kostnað sem þarf að leggja út fyrir vegna þeirra hamla sem þau standa frammi fyrir. Við hvetjum hlaupara og aðra stuðningsmenn til að nota myllumerkið #fyrirmikka og #mikkavinafélagið á samfélagsmiðlum :)
    Nánar
    Styrktar- og rannsóknarsjóður v/líffæragjafa

    Styrktar- og rannsóknarsjóður v/líffæragjafa

    Sjóður til að efla rannsóknir vegna líffæragjafa
    Nánar
    Styrktarsjóður bráðasviðs

    Styrktarsjóður bráðasviðs

    Sjóður til styrktar bráðasviðs Landspítala
    Nánar
    Styrktarsjóður geðsviðs

    Styrktarsjóður geðsviðs

    Sjóður til styrktar geðsviðs Landspítala
    Nánar
    Styrktarsjóður gjörgæslu LSH

    Styrktarsjóður gjörgæslu LSH

    Sjóður til styrktar gjörgæsludeildar Landspítala
    Nánar
    Styrktarsjóður Katrínar Bjarkar

    Styrktarsjóður Katrínar Bjarkar

    Katrín Björk Guðjónsdóttir var 21 árs þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. Orsökin var séríslenskur erfðasjúkdómur sem veldur arfgengri heilablæðingu. Endurtekin áföll síðustu ár hafa rænt hana málinu og hreyfigetunni en ótrúlegur baráttuandi Katrínar hefur haldið á lofti á von hennar um að ná bata.
    Nánar
    Styrktarsjóður Landspítala

    Styrktarsjóður Landspítala

    Sjóður til styrktar Landspítala
    Nánar
    Styrktarsjóður lyflækninga LSH

    Styrktarsjóður lyflækninga LSH

    Sjóður til styrktar lyflækningasviðs Landspítala
    Nánar
    Styrktarsjóður öldrunar LSH

    Styrktarsjóður öldrunar LSH

    Sjóður til styrktar öldrunarsviðs Landspítala
    Nánar
    Styrktarsjóður skurðlækningadeildar

    Styrktarsjóður skurðlækningadeildar

    Sjóður til styrktar skurðlækningasviðs Landspítala
    Nánar
    Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins hjá Landspítalasjóði

    Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins hjá Landspítalasjóði

    Sjóður til efla rannsóknir á ristillkrabbameini. Endurmenntun, tækjakaup og rannsóknir
    Nánar
    Sveinssjóður, minningarsjóður um Svein Zoëga

    Sveinssjóður, minningarsjóður um Svein Zoëga

    Sjóður til að styrkja og efla starfsemi Rjóðursins.
    Nánar
    TeamTinna

    TeamTinna

    TeamTinna er góðgerðarfélag stofnað til heiðurs og minningar Tinnu Óskar Grímarsdóttur. Við ætlum að dreifa gleði, jákvæðni og kærleika rétt eins og Tinna okkar var snillingur í.
    Nánar
    Tilvera - samtök um ófrjósemi

    Tilvera - samtök um ófrjósemi

    Tilvera eru hagsmuna- og félagsamtök fyrir fólk sem glímir við ófrjósemi en talið er að einn (1) af hverjum sex (6) eigi við ófrjósemi að stríða. Ófrjósemi tekur mjög á andlega og líkamlega fyrir þann sem á í hlut, svo ekki sé talað um fjárhagslega eða áhrif á hjónabandið/sambandið sé um par að ræða.
    Nánar
    Trans Ísland

    Trans Ísland

    Trans Ísland er félag trans fólks á Íslandi. Félagið er málsvari, stuðningssamtök og baráttusamtök fyrir réttindum trans fólks hérlendis.
    Nánar
    Trans vinir

    Trans vinir

    Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna á Íslandi
    Nánar
    Umhyggja - félag langveikra barna

    Umhyggja - félag langveikra barna

    Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru 17 félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu. Félagið veitir fjölskyldum langveikra barna margs konar stuðning, svo sem sálfræðiþjónustu, lögfræðiráðgjöf, orlofshúsadvöl, námskeið og fjárstyrki. Hlaupararnir okkar fá hlaupabol sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Hægt er að nálgast bol á skrifstofu félagsins í samráði við starfsfólk, umhyggja@umhyggja.is eða sími 5534242.
    Nánar
    UNICEF á Íslandi

    UNICEF á Íslandi

    Í ár renna áheit þeirra sem hlaupa fyrir UNICEF á Íslandi til neyðarsöfnunar UNICEF fyrir börn vegna átakanna á Gaza. Yfir 30 þúsund manns hafa verið drepin á Gaza, þar af eru um 70% börn og konur. 3,1 milljón manns eru í neyð á landsvísu. Þrátt fyrir hættulegar aðstæður heldur UNICEF áfram að afhenda lífsnauðsynlegar vistir eins og lyf, næringarvörur og hreint vatn. Birgðir og lífskjör fara hratt minnkandi á Gaza og því þarf UNICEF á framlögum þínum að halda til að ná til fleiri barna og fjölskyldna. UNICEF stendur með réttindum barna, fyrir ÖLL börn. Það eru þau sem verða verst úti í öllum stríðsátökum og fyrir þau starfar UNICEF. UNICEF hefur sent frá sér velferðarviðvörun vegna ástandsins og UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun. Það er engin ástæða til að barn þjáist vegna alvarlegrar rýrnunar. Ekki þegar við höfum lausnir til að takast á og koma í veg fyrir það. Tíminn er að renna út til að virkja samtakamátt alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla vannæringu áður en ástandið verður enn verra en það er.
    Nánar
    UN Women á Íslandi

    UN Women á Íslandi

    UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti kynjanna og eflingu kvenna. UN Women styrkir verkefni sem miða að því að binda endi á ofbeldi gegn konum, draga úr fátækt og að efnahagslegri og pólitískri valdeflingu auk þess að veita konum sjálfsögð mannréttindi. UN Women vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að þegar konur eru heilbrigðar, menntaðar og þátttakendur í hagkerfinu nái ávinningurinn til barna þeirra, samfélaga og þjóða. Stofnunin treystir alfarið á frjáls framlög frá ríkisstjórnum, fyrirtækjum og einstaklingum.
    Nánar
    Villikettir

    Villikettir

    Megintilgangur félagsins er að láta sig varða velferð útigangs- og villikatta á Íslandi og öll vinna fer fram í sjálfboðavinnu dýravina. Styrkir renna beint í sjúkrasjóð sem veitir lífsnauðsynlega aðstoð til villi- og vergangskatta á Íslandi.
    Nánar
    Vinir Bjarka Daða

    Vinir Bjarka Daða

    Tilgangur félagsins er að styðja við bakið á fjölskyldu Bjarka Daða en hann með mjög sjaldgæft, ólæknanlegt og alvarlegt heilkenni sem heitir Sengers syndrome.
    Nánar
    Von, félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi

    Von, félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi

    Von, félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi vinnur fyrst og fremst að því að bæta aðstöðu skjólstæðinga okkar og gera þeim kleift að vera í sem bestu mögulega umhverfi á þeirra erfiðu stundum. Við höfum m.a. endurnýjað húsgögn, svefnaðstöðu, sjónvörp, útvörp, tölvu, aðstöðu til að neyta matar svo dæmi séu tekin. Einnig veitum við styrki til skjólstæðinga okkar sem oft hafa átt við alvarleg veikinda að etja.
    Nánar
    Það er Von

    Það er Von

    Það er von félagasamtökin voru stofnuð í ágúst 2019 og hafa unnið markvisst í þágu fólks með fíknivanda með margvíslegum hætti. Það er von standa fyrir vitundarvakningu, aukinni umræðu og sýnileika fólks með fíknivanda.
    Nánar

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade