Hlaupastyrkur

Góðgerðafélögin

Málefnin sem hægt er að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru fjölmörg. Finnir þú ekki félagið sem stendur þér næst getur þú bent því á að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á aheit@marathon.is. Góðgerðarfélög hafa til 5. ágúst til að sækja um þátttöku.

 • ADHD samtökin

  ADHD samtökin

  Í meira en 35 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
 • Alzheimersamtökin

  Alzheimersamtökin

  Munum leiðina.... Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst. Munum leiðina...
 • Augnlækningasjóður Landspítalans

  Augnlækningasjóður Landspítalans

  Sjóður til styrktar endurmenntunar og vísindastörf í augnlækningum
 • Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

  Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

  Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
 • Blóðbankinn

  Blóðbankinn

  Sjóður til styrktar Blóðbankanum
 • Dravet ofurhetjan - Styrktarsjóður Ægis Rafns Þrastarsonar

  Dravet ofurhetjan - Styrktarsjóður Ægis Rafns Þrastarsonar

  Dravet ofurhetjan er góðgerðarfélag sem stofnað var 21. júní árið 2013. Dravet ofurhetjan einbeitir sér að því að styrkja og styðja við Ægir Rafn og fjölskyldu hans til bættra þjónustu svo sem tækjakaup, námskeið og læknisþjónustu til að auka möguleika Ægis Rafns á bættum lífsgæðum.
 • Einhverfusamtökin

  Einhverfusamtökin

  Einhverfusamtökin voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú um 840. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Einnig eru starfandi stuðningshópar fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.
 • Einstök börn Stuðningsfélag

  Einstök börn Stuðningsfélag

  Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. Í dag eru um hátt í 600 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. Það eru yfir 450 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár. Rekstur félagsins er þungur þar sem fjölgun hefur verið mikil, þörf á þjónustu og úrræðum stór aukist og mikil orka fer í að aðstoða foreldra við að leita að aðstoð og finna úrræði sem henta börnum þeirra þar sem kerfið er flókið.
 • Empower Nepali Girls - Íslandsdeild

  Empower Nepali Girls - Íslandsdeild

  Empower Nepali Girls samtökin veita skólastyrki og annan stuðning til stúlkna sem annars myndu ekki fá tækifæri til að mennta sig.
 • Félag fósturforeldra

  Félag fósturforeldra

  Félag fósturforeldra stuðlar að bættu lífi fósturfjölskyldna. Félagið veitir fæðslu til félagsmanna og leitast eftir samvinnu um eflingu þess. Félagið er vettvangur til tengslamyndunar og jafningafræðslu. Félagið er málsvari hópsins og þrýstir á um bættar aðstæður fyrir fósturforeldra, fósturbörn og fósturfjölskyldna. Félagið byggir undir góða ímynd fósturmála og fræðir almenning um raunveruleika fósturfjölskyldna.
 • Framþróunarsjóður skilunardeildar á Landspítala

  Framþróunarsjóður skilunardeildar á Landspítala

  Sjóður til styrktar framþróunar á skilunardeild Landspítala. Endurmenntun og vísindastörf
 • Fuglavernd

  Fuglavernd

  Markmið Fuglaverndar er verndun fugla og búsvæða þeirra. Sérstaklega tegunda í útrýmingarhættu á Íslandi. Þessu má ná með því að -vekja áhuga landsmanna fyrir fuglalífi landsins með fræðslustarfsemi en við höldum fræðslufundi mánaðarlega yfir veturinn og stöndum fyrir fjölda fuglaskoðana yfir sumartímann -vinna með innlendum og erlendum fugla- og náttúruverndarsamtökum svo sem BirdLife International -aðstoða og standa að rannsóknum á fuglum og búsvæðum þeirra en félagið var upphaflega stofnað í kringum örninn og verndun hans -koma fram gagnvart stjórnvöldum landsins og öðrum aðilum t.d. með því að þrýsta á styttingu veiðitíma þegar við á og vernda mikilvæg búsvæði fugla. Heimasíða félagsins er fuglavernd.is.
 • Gjafa- og styrktarsj. Heila- og taugaskurðdeildar LSH

  Gjafa- og styrktarsj. Heila- og taugaskurðdeildar LSH

  Sjóður til að efla heila- og taugaskurðdeild LSH. Endurmenntun, tækjakaupa og rannsóknir
 • Gleym-mér-ei styrktarfélag

  Gleym-mér-ei styrktarfélag

  Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu.
 • Hjartaheill

  Hjartaheill

  Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983. Stofnfélagar voru 230 einstaklingar, flestir hjartasjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk. Árið 2012 var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill. Allt frá stofnun hafa samtökin beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum varðandi hjartasjúkdóma, veitt aðstoð og ráðgjöf og staðið fyrir margvíslegum umbótum í þágu hjartasjúklinga.
 • Krabbameinsfélagið

  Krabbameinsfélagið

  Krabbameinsfélagið leiðir baráttuna gegn krabbameinum á Íslandi og lætur sig allt varða sem tengist krabbameinum. Starf félagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Aðeins með þinni aðstoð getum við unnið að rannsóknum á krabbameini, veitt ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna án endurgjalds og unnið að forvörnum fyrir komandi kynslóðir. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
 • Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

  Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

  Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
 • Landvernd

  Landvernd

  Landvernd er málsvari náttúrunnar. Hjálpaðu okkur að standa vörð um einstaka íslenska náttúru.
 • Líf styrktarfélag

  Líf styrktarfélag

  Líf, styrktarfélag, var stofnað 7.desember 2009 og hefur það meginmarkmið að styðja við og styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.
 • Lungnasamtökin

  Lungnasamtökin

  Lungnasamtökin voru stofnuð 1997 til að vinna að velferðar- og hagsmunamálum lungnasjúklinga m.a. með því að halda uppi öflugri félagsstarfsemi, stuðla að fræðslu og rannsóknum á lungnasjúkdómum og afleiðingum þeirra, efla forvarnarstarf og vinna að ráðgjöf og upplýsingamiðlun varðandi réttindi lungnasjúklinga.
 • Magni

  Magni

  Sjóður til styrktar vísindastarf á Landspítala.
 • Mia Magic

  Mia Magic

  Mia Magic er góðgerðarfélag sem stofnað var 1. febrúar 2021. Mia Magic einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur, bókin Mía fær lyfjabrunn og Mía fer í tívolí, eftir þær Þórunni Evu og Bergrúnu Írisi hafa slegið í gegn og er á döfinni að gefa út fleiri bækur.
 • Minningagjafasjóður Landspítala

  Minningagjafasjóður Landspítala

  Minningasjóður Landspítala
 • Minningar- og styrktarsj. blóð- og krabbameinslækningadeilda

  Minningar- og styrktarsj. blóð- og krabbameinslækningadeilda

  Sjóður til styrktar Blóð og krabbameinsdeilda Landspítala
 • Minningarsjóður hjartadeildar

  Minningarsjóður hjartadeildar

  Sjóður til styrktar Hjartadeildar Landspítala
 • Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara

  Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara

  Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara veitir framúrskarandi tónlistarmönnum verðlaun. Ásetningur sjóðsstjórnar er að verðlaunaupphæðin skipti styrkþegann verulegu máli og veiti honum aukið svigrúm til að helga sig spennandi verkefnum á sviði tónlistar. Minningarsjóðurinn var stofnaður af ættingjum Kristjáns Eldjárns, vinum og samstarfsmönnum eftir að hann lést 22. apríl 2002 tæplega þrítugur að aldri. Þegar hafa 13 framúrskarandi tónlistarmenn fengið verðlaun úr sjóðnum. Nánari upplýsingar á eldjarn.is
 • Minningarsjóður Líknardeildar og Heimahlynningar

  Minningarsjóður Líknardeildar og Heimahlynningar

  Sjóður til styrktar Líknardeildar og heimahlynningu Hera
 • Minningarsjóður Mikaels Rúnars

  Minningarsjóður Mikaels Rúnars

  Minningarsjóðurinn var stofnaður 2019 til að heiðra minningu Mikaels Rúnars Jónssonar sem lést af slysförum 1. apríl 2017 aðeins 11 ára gamall.
 • Minningarsjóður Ölla

  Minningarsjóður Ölla

  Minningarsjóður Ölla var stofnaður til minningar um körfuknattleiksmanninn Örlyg Aron Sturluson sem lést af slysförum árið 2000 aðeins 18 ára gamall. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Sjóðurinn veitir styrki fyrir æfingagjöldum, búnaði og keppnis- og æfingaferðum.
 • MND á Íslandi

  MND á Íslandi

  Hlutverk félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun, eða öðrum vöðva og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar. Einnig fjölskyldum þeirra og fagfólki sem vinnur að málefnum þessa hóps.
 • MS-félag Íslands

  MS-félag Íslands

  MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flestir á aldrinum 20-40 ára. MS-félagið veitir jafnt MS-greindum sem aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Þinn stuðningur er ómetanlegur í starfi félagsins.
 • Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

  Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

  Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna, meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og tilfinningalegum þörfum hennar, t.d. á upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
 • Örninn - Minningar og styrktarsjóður

  Örninn - Minningar og styrktarsjóður

  Örninn styður börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára sem hafa misst foreldri eða annan náin ástvin.
 • Parkinsonsamtökin

  Parkinsonsamtökin

  Parkinsonsamtökin og Taktur miðstöð Parkinsonsamtakanna eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Þar er boðið upp á faglega ráðgjöf og þjónusta fyrir fólk með parkinson, skylda sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Í Takti er lögð áhersla á heildræna og samfellda endurhæfingu með sérhæfðri sjúkraþjálfun, ráðgjöf, fræðslu, stuðningi og námskeiðum. Allar nánari upplýsingar má finna á www.parkinson.is. Takk fyrir að hlaupa og safna áheitum fyrir Parkinsonsamtökin og Takt.
 • PCOS samtök Íslands

  PCOS samtök Íslands

  PCOS samtök Íslands voru stofnuð haustið 2021. Tilgangur félagsins er að veita fólki með einkenni PCOS og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að bæta aðgengi einstaklinga sem greinast með PCOS að upplýsingum um réttindi þeirra og möguleg meðferðarúrræði. Þá er markmið félagsins að stuðla að aukinni almennri þekkingu á PCOS meðal almennings og fagaðila/yfirvalda.
 • Rannsóknarsjóður Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á Landspítala (LSH)

  Rannsóknarsjóður Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á Landspítala (LSH)

  Sjóður til að efla rannsóknir á Barna- og unglingadeild á Landspítala (BUGL)
 • Rannsóknarsjóður blæðaramiðstöðvar LHS

  Rannsóknarsjóður blæðaramiðstöðvar LHS

  Sjóður til að efla rannsóknir á sviði blóðstorkumeina. Endurmenntun, tækjakaup og rannsóknir.
 • Rannsóknarsjóður Grensásdeildar

  Rannsóknarsjóður Grensásdeildar

  Sjóður til styrktar Grensásdeildar Landspítala
 • Rannsóknarsjóður í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum

  Rannsóknarsjóður í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum

  Sjóður til að efla rannsóknir í fæðinga-,kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum á Landspitala
 • Rannsóknarsjóður lungna- og ofnæmislækna á LHS

  Rannsóknarsjóður lungna- og ofnæmislækna á LHS

  Sjóður til að efla rannsóknir á sviði lugnasjúkdóma og ofnæmissjúkdóma. Endurmenntun, tækjakaup og rannsóknir
 • Rannsóknarsjóður þvagfæraskurðdeildar

  Rannsóknarsjóður þvagfæraskurðdeildar

  Sjóður til að efla rannsóknir á sviði þvagfæraskurðlækninga
 • Ranns.sjóður um samst Siemens og myndgr deildar

  Ranns.sjóður um samst Siemens og myndgr deildar

  Sjóður til að efla rannsóknir á sviði myndgreiningarrannsókna.
 • Samtök um endómetríósu

  Samtök um endómetríósu

  Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
 • Sorgarmiðstöð

  Sorgarmiðstöð

  Sorgarmiðstöð er félag sem starfar í almannaþágu, án hagnaðarsjónarmiða og býður stuðning, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Við leggjum áherslu á að mæta fólki á persónulegan og hlýjan hátt. Meðal þess sem hefur gagnast fólki vel í sorgarúrvinnslu er að taka þátt í stuðningshópastarfinu okkar. Þú finnur þinn hóp undir „stuðningshópastarf“ á heimasíðunni www.sorgarmidstod.is Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi. Sorgarmiðstöð bendir einnig á aðildarfélög sín: Ný Dögun, Gleym mér ei og Ljónshjarta. Hægt er að hlaupa fyrir öll þessi félög og styðja þannig við bakið á syrgjendum sem eru að fóta sig á ný í breyttu lífi.
 • Stígamót

  Stígamót

  Stígamót eru samtök sem vinna gegn kynferðisofbeldi. Á Stígamótum er boðið upp á stuðningsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir fólk af öllum kynjum sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Stígamót halda einnig úti öflugri fræðslu fyrir skólahópa og almenning og stunda virka hagsmunagæslu til að búa til betra samfélag án kynferðisofbeldis.
 • Stofnfrumusjóður Blóðbankans

  Stofnfrumusjóður Blóðbankans

  Sjóður til styrktar verkefna sem tengjast stofnfrumugjafaskrám, stofnfrumubönkum og rannsóknum á stofnfrumum.
 • Styrktarfélag Klúbbsins Geysis

  Styrktarfélag Klúbbsins Geysis

  Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International sem snýst um að efla hæfileika og styrk þeirra sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða. Með því að gefa hverjum og einum tækifæri til að nýta sínar sterku hliðar þjálfast viðkomandi til fjölbreyttrar þátttöku í samfélaginu. Í störfum innan Klúbbsins Geysis er lögð áhersla á stuðning og virðingu og horft á styrkleika í stað þess að einblína á sjúkdóminn eða það sem hamlar. Allir sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða geta orðið félagar í Klúbbnum. Nánari upplýsingar á kgeysir.is
 • Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

  Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

  Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
 • Styrktar- og rannsóknarsjóður v/líffæragjafa

  Styrktar- og rannsóknarsjóður v/líffæragjafa

  Sjóður til að efla rannsóknir vegna líffæragjafa
 • Styrktar- og verðlaunasjóður Bent Scheving Thorsteins

  Styrktar- og verðlaunasjóður Bent Scheving Thorsteins

  Markmið sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek og rannsóknir á sviði hjarta- og lugnalæknina.
 • Styrktarsjóður barna- og unglingageðdeildar

  Styrktarsjóður barna- og unglingageðdeildar

  Sjóður til styrktar Barna- og unglingadeildar Landspítala (BUGL)
 • Styrktarsjóður bráðasviðs

  Styrktarsjóður bráðasviðs

  Sjóður til styrktar bráðasviðs Landspítala
 • Styrktarsjóður geðsviðs

  Styrktarsjóður geðsviðs

  Sjóður til styrktar geðsviðs Landspítala
 • Styrktarsjóður gjörgæslu

  Styrktarsjóður gjörgæslu

  Sjóður til styrktar gjörgæsludeildar Landspítala
 • Styrktarsjóður Landspítala

  Styrktarsjóður Landspítala

  Sjóður til styrktar Landspítala
 • Styrktarsjóður lyflækninga

  Styrktarsjóður lyflækninga

  Sjóður til styrktar lyflækningasviðs Landspítala
 • Styrktarsjóður öldrunar

  Styrktarsjóður öldrunar

  Sjóður til styrktar öldrunarsviðs Landspítala
 • Styrktarsjóður skurðlækningadeildar

  Styrktarsjóður skurðlækningadeildar

  Sjóður til styrktar skurðlækningasviðs Landspítala
 • Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins hjá Landspítalasjóði

  Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins hjá Landspítalasjóði

  Sjóður til efla rannsóknir á ristillkrabbameini. Endurmenntun, tækjakaup og rannsóknir
 • Sveinssjóður, minningarsjóður um Svein Zoëga

  Sveinssjóður, minningarsjóður um Svein Zoëga

  Sjóður til að styrkja og efla starfsemi Rjóðursins.
 • Tourette-samtökin á Íslandi

  Tourette-samtökin á Íslandi

  Tourette-samtökin á Íslandi voru stofnuð haustið 1991. Stofnaðilar voru 40, en nú 30 árum síðar, eru um 300 félagsmenn í samtökunum. Yfirleitt tilheyrir ein fjölskylda hverjum félagsmanni, sama hvort einn í fjölskyldu er með Tourette eða fleiri. Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni TS-einstaklinga og fjölskyldna þeirra.
 • Trans Ísland

  Trans Ísland

  Trans Ísland er félag trans fólks á Íslandi. Félagið er málsvari, stuðningssamtök og baráttusamtök fyrir réttindum trans fólks hérlendis.
 • Vísinda- og göngudeildarsjóður gigtlækninga á LSH

  Vísinda- og göngudeildarsjóður gigtlækninga á LSH

  Sjóður til að efla starfsemi göngudeildar gigtlækninga. Endurmenntun, tækjakaup og rannsóknir
 • Það er Von

  Það er Von

  Það er von félagasamtökin voru stofnuð í ágúst 2019 og hafa unnið markvisst í þágu fólks með fíknivanda með margvíslegum hætti. Það er von standa fyrir vitundarvakningu, aukinni umræðu og sýnileika fólks með fíknivanda.

Samstarfsaðilar

 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Fulfil
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade