Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Minningarsjóður Örvars og Þórhöllu

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Minningarsjóður var stofnaður árið 2014 til minningar um Örvar Arnarson sem lést í fallhlífarstökksslysi í Flórída 23. mars 2013. Örvar var einn af reyndustu fallhlífarstökkvurum landsins en hann lét lífið við að reyna að koma nemanda sínum til bjargar. Því fannst ættingjum Örvars það við hæfi að stofna minningarsjóð í hans nafni sem hefur það hlutverk að aðstoða einstaklinga, sem missa ástvin í útlöndum við að koma þeim látna heim. Fjölskyldan kynntist því við andlát Örvars að ekki eru neinir sjóðir sem hægt er sækja um styrk fyrir flutning ástvinar heim til Íslands. Örvar lét lífið við að aðstoða annan einstakling og með tilkomu sjóðsins mun Örvar halda áfram að rétta öðrum hjálparhönd sem á þurfa að halda með styrk frá sjóðnum. Eftir andlát systur Örvars á síðasta ári, en hún var aðaldrifkrafturinn í því að stofna minningarsjóðinn á sínum tíma, hefur nú verið ákveðið að breyta nafni sjóðsins í Minningarsjóður Örvars & Þórhöllu. 

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade