Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 K

Erla Elíasdóttir Völudóttir

Hleypur fyrir Læti! / Stelpur rokka!

Samtals Safnað

0 kr.
0%

Markmið

100.000 kr.

Ég hleyp til að styrkja tónlistarsumarbúðir fyrir stúlkur í Tógó í Vestur-Afríku, en samtökin Læti! / Stelpur rokka! hafa fjármagnað búðirnar og stutt við þær með sjálfboðavinnu undanfarin ár. Fyrstu Tógó-rokkbúðirnar voru haldnar árið 2016 og hafa þær farið stækkandi með hverju sumri, nú taka yfir 50 stúlkur þátt í hvert sinn. Markmiðið er að efla starfið enn frekar og gera rokkbúðunum í Tógó kleift að halda áfram að þróast í takt við aðstæður og þarfir stúlkna þar í landi.

Gerum ungum tógóskum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar, rými sem er oftast ætlað drengjum, og sköpum jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft þar sem þær geta tjáð sig frjálslega!

Læti! / Stelpur rokka!

Læti! / Stelpur rokka! starfa af femínískri hugsjón við að efla jaðarsett kyn í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisstarf. Við stuðlum að jafnrétti og inngildingu í tónlist og fræðum bæði þátttakendur og aðra um jafnréttismál á því sviði.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Engir styrkir hafa borist enn

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade